Menntamál - 01.06.1950, Side 32

Menntamál - 01.06.1950, Side 32
94 MENNTAMÁL leið. Það, sem skrifað er niður í kennslustund, lærist heima og má nota 5 mín. framan af næsta tíma til þess að tryggja að það hafi verið gert. 3. 1 eðlisfræði er varla hægt að kenna annað en það, sem hægt er að gera tilraunir með og þær ályktanir, sem hægt er að draga af þeim. Árangur tilraunanna læra börnin heima. 4. Reikningur. Enda þótt ég sé engan veginn sérfróður um reikningskennslu, set ég hér eitt dæmi til þess að sýna aðferð, sem mér hefur gefizt betur en sú, sem notuð er í Ólafi Dan. Að sjálfsögðu er ekki reynt að kenna flat- armál. og rúmmál, nema börnin hafi margsinnis mælt hluti og lært, hvernig reikna megi út yfirborð þeirra og rúm- mál. En athugum eitt þríliðudæmi. 8 menn ljúka verki á 7 dögum með 9 stunda vinnutíma á dag. Hve lengi eru 5 menn, sem vinna 8 stundir á dag, með verkið? Algeng- ast er að kenna börnunum strax að setja svona dæmi á „strik“ og raða tölunum þar eftir talnahlutföllunum. Ef til vill er það skýrt nokkrum sinnum fyrir þeim, hvers vegna þessi tala á að standa fyrir ofan strikið og hin fyrir neðan. Fæstir krakkarnir fylgjast með í eða skilja skýr- ingarnar. Þau reyna að læra aðferðina utanbókar, en minnið vill oft bregðast. Einfaldast er í slíkum dæmum að reikna út tölu vinnustunda, sem 1 maður væri að vinna verkið og deila því síðan fyrst með átta og síðan með 5 eða með margfeldi þeirra. Þríliðudæmi ættu sjaldan að vera flóknari en það, að hægt sé að „leysa þau upp“ í einingar, og þau brotin fullkomlega til mergjar. Aðalgallinn við reikningskennslu okkar nú virðist yfir- leitt vera, að dæmin eru of þung, of fá og ekki nógu „raun- veruleg“. Reikningur er nógu „abstrakt“ í sjálfu sér fyrir lítt þroskaða barnsheila, þótt reynt sé að halda honum við „daglegt líf“ barnanna. Hér er aðalatriðið hið sama og í náttúrufræði og landafræði, að setja aldrei neitt fyrir heima, fyrr en það er fullskýrt og helzt ekki fyrr en börn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.