Menntamál - 01.06.1950, Page 74

Menntamál - 01.06.1950, Page 74
136 MENNTAMÁL upp suða í sjálfu efni fjölritans, en í vatnsílátinu sýður. Ekki má vatn eða vatnsgufa komast í ílátið með fjölrita- efninu. Þegar hella skal efninu í mótið, er gott að hella fyrst í könnu gegn um grisju, en úr könnunni í mótið (kassann). Hæfilega dýpt kassans má telja um það bil 15 mm. Ef ból- ur fljóta á yfirborðinu, þegar hellt er í kassann, má blása þeim út í eitt hornið eða ýta þeim þangað með klúthorni. Verði afgangur af vökvanum, skal geyma hann í góðu íláti, helzt luktu. Nú skal fjölritinn kólna vel. Áður en byrjað er að nota leturflötinn, skal strjúka yfir hann með votum klút, en þurrum á eftir, eða þurrundnum, og láta síðan tvö til þrjú pappírsblöð þerra það, sem eftir kann að verða af raka. Yfirleitt er gott að fara þannig að í hvert skipti áður en prenta á. Blaðið fyrir frumritið skal vera fremur hart og þétt. Sé það gljúpt, drekkur það of mikið í sig, en mjög hart og þétt blað tekur illa við sumum tegundum af bleki. Penninn. Lindarpenna má nota, en venjulega er notaður stálpenni. Illa fer á að rita misfeita drætti. Þurrka skal af pennanum eftir notkun. Lindarpenna er aðeins dýft ofan í, en ekki fylltur. Ekki verður þá slíkur lindarpenni notað- ur fyrir annað blek jafnframt. Oft er gott að prenta þegar eftir að frumrit er skrifað. Sé skriftin mjög feit, er rétt að láta frumritið bíða ofur- lítið. Frumrit má einnig geyma svo dögum skiptir áður en prentað er, ef blaðið er gott. Hve lengi frumritið á að vera á leturfletinum, er erfitt að segja ákveðið í leiðarvísi. Fer það meðal annars eftir mýkt leturflatarins. Mjúkur flötur tekur fljótar við bleki. Tími frumritsins á leturfletinum getur því verið allt frá nokkrum augnablikum og upp í nokkrar mínútur, eftir ástæðum. Ef taka skal fá eintök, má hafa frumrit styttra á leturfleti en ella. Lyfta má horni frumritsins til að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.