Menntamál - 01.06.1950, Side 15

Menntamál - 01.06.1950, Side 15
MENNTAMÁL 77 gleyma sársauka og hugarraunum. Það er nefnt bæling, þegar menn þrýsta þannig óþægilegum minningum úr vit- und sinni. Með þessu móti eru menn ekki að blekkja sjálfa sig af ásettu ráði, menn veita því ekki einu sinni athygli, að þetta gerist með þeim sjálfum. Af þessum sökum verð- um við að taka slíkum fullyrðingum, sem að framan voru nefndar, með nokkurri varúð. Við verðum að athuga það á börnum, hvernig þau bregð- ast við refsingum, ef við eigum að öðlast vitneskju um það. Liltu barni er refsingin jafnan skelfing (chock). Það skil- ur ekki, hvers vegna mamma, sem er annars í huga þess umhyggjan sjálf og athvarf í öllum vanda, breytist allt í einu í veru, sem vill vinna því mein. Barnið glatar öryggi sínu gagnvart þessari lífsreynslu, og trúnaðartraust þess bíður hnekki. Endurteknar refsingar hafa djúp áhrif. Barninu fer að finnast sem það lifi í óvinalandi, eins og þekktur barna- sálarfræðingur hefur komizt að orði. Það hættir að semja sig að aðstæðunum, en reynir í þess stað með öllum ráð- um að koma sér undan þeim kröfum, sem til þess eru gerð- ar. Það spillir ef til vill heimilisfriðnum með ólund eða þráa, eða það ræðst til atlögu og gerist vandræðabarn. Þetta athæfi þess hefur síðan nýjar refsingar í för með sér. En eru þetta ekki öfgar? Getur barnið ekki skilið, að það er því fyrir beztu, að því sé refsað, ætlunin er þó sú að kenna því, hvernig það á að haga sér“. Nei, lítil börn skynja ekki „ástina“ eða „réttlætið“ í hegningunni. Hún er þeim ekk- ert annað en ofbeldisráðstöfun. Ofbeldisathöfnin er þó ekki eini háskinn, sem refsingin felur í sér, heldur einnig sektartilfinningin, sem hún vek- ur. Siðaprédikanir, sem fluttar eru fram af grátklökkri vandlætingu, geta verið enn hættulegri en refsingar, með því að þær æsa enn kirfilegar upp ákafa sektartilfinn- ingu.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.