Menntamál - 01.06.1950, Page 12

Menntamál - 01.06.1950, Page 12
74 MENNTAMÁL vill fram sem illska gagnvart yngri börnum og minni mátt- ar eða gagnvart dýrum, eða barnið verður þrjózkt og van- stillt. Tilfinningar og hvatir hverfa ekki við það, að menn reyna að sitja á sér, það er víst um það. Við þær þarfir, sem við höfum áður rætt um, bætist því þörfin á að láta tilfinningar sínar í ljós. í þess stað látum við barnið oft á okkur skilja, að reiðin sé eitthvað ljótt, eitthvað, sem beri að fordæma. Barnið á þeirra kosta völ að láta tilfinningar sínar í ljós eða varð- veita ástúð og skilning foreldra sinna. Það er ekki einungis erfitt fyrir barnið að stilla sig, heldur er sektartilfinningin því enn þungbærari. Sú tilfinn- ing að vera „vondur“, er miklu áhrifaríkari en við gerum okkur í hugarlund. í fyrsta lagi geta börnin ekki rætt um slíkt við aðra, því að þau skilja það ekki, finna aðeins fyrir því. „Ég er versti maðurinn í veröldinni", eins og lítill drengur komst að orði. Sú tilfinning að vera vondur bland- ast ugg, ugg gegn sjálfum sér og vanmætti sínum, ótrú á sjálfum sér. Þessi ótrú gerir barninu erfiðara um að telja sjálft sig samboðið félagsskap annarra. Eitthvert öryggis- leysi kemur í veg fyrir það, og þar sem gott samband við aðra er bein lífsnauðsyn,verður sektartilfinninginaðteljast hin mesta meinvættur. Og enn er eitt ósagt: sá ótti og sú ótrú, sem í upphafi var runnin frá sambandi við einn sér- stakan mann, nær tökum á öllu sálarlífinu og veldur geig gagnvart sambandi við alla aðra menn. Þessi ótrú á sjálfum sér kemur oft ekki beint í ljós, en leynist á bak við yfirlæti og sjálfhælni. Við skulum draga það saman, sem hér hefur sagt verið, og segja það skýrar. Barnið býr yfir ýmsum lífsnauðsyn- legum þörfum, sem taka breytingum með aldrinum og eru mismunandi að styrk og varanleik hjá einstaklingunum. Ein þörf gengur eins og rauður þráður gegnum alla bernsk- una, það er þörf barnsins á ósviknu sambandi við foreldr- ana, Ef foreldrarnir líta á tilteknar þarfir og hvatir barns-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.