Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 37
MEHntamál, 99 annars. Stafir þeír eða orð, sem lesarinn skynjar á hverju skynbili, kallast lesflötur. Séu mörg skynbil í hverri línu, er lesflöturinn lítill, og öfugt, séu skynbilin fá. — Æfður lésári hrðyfir augað aðeins frá vinstri til hægri, nema þeg- ar skipt er um frá einni línu til annarrar. Lesari, sem les jafnt og reiðprennandi, hefur fá skynbil og stóran lesflöt. Þegar þessar líkamlegu tálmanir hafa verið yfirunnar, getur lesandinn einbeitt huganum að lestrinum og um leið er lagður grundvöllur að lestrarnámi. Aftur á móti verður hinn lélegi lesari að renna augunum oft til baka til þess að skynja það, sem augað hefur áður farið yfir. Skynbilin verða mörg, lesflöturinn lítill, bakhreyfingar tíðar, lestur- inn verður rykkjóttur, sundurslitinn og efnið skilst ekki. Sé það, sem lesið er, með löngum og erfiðum orðum og efnið lesaranum ókunnugt verður þetta enn meira áberandi. Af því, sem þegar hefur verið sagt, er það Ijóst, að afar áríðandi er, að æfðar séu góðar og eðlilegar augnhreyf- ingar þegar í upphafi, þar sem það auðveldar og flýtir fyrir lestrarnámi að mun. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt, að heppilegast er að byrja með hljóðrétt, einkvæð orð, séu notaðar stöfunar- eða hljóð-aðferðir. Sé hins veg- ar notuð orðmynda-aðferðin er nauðsynlegt, að orðin séu sem sérkennilegust og ólíkust hvert öðru. Annað mikilsvert atriði er það, að ekki séu of mörg, ný orð móti hverju þekktu orði. Prófessor A. I. Gates, sem hefur ránnsakað þessi efni betur en nokkur annar og birt niðurstöður rann- sókna sinna í bókinni „The Improvement of Reading" segir, að ekki megi koma fyrir meira en eitt nýtt orð móti 40 þekktum orðum. Danir hafa í sínum nýjustu barnabókum 1 nýtt orð móti 22 til 30 þekktum. Hinar tíðu endurtekn- ingar þekktra orða gera lesturinn öruggari og jafnari, augnhreyfingarnar jafnar og eðlilegar og lesefnið skemmti- legt. Talið er af mörgum, að tíðar endurtekningar þreyti börnin og geri þau leið á efninu. En tilraunir hafa sýnt hið gagnstæða. Börn hafa ánægju af endurtekningum og smá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.