Menntamál - 01.06.1950, Page 82

Menntamál - 01.06.1950, Page 82
144 MENNTAMÁL tungurnar, heldur er því ætlað að verða annað tungumál allra manna. Esperantó getur í sjálfu sér ekki komið í veg fyrir styrjaldir, en það er öflugut tæki til þess að auka skiln- ing milli þjóða og stuðlar efalaust að því að skapa alþjóð- legan anda. Esperandtó er raunveruleiki. Um það má taka upp orð eftir franska tungumálafræðinginn Meillet, en hann sagði: „Esperantó er í fullum gangi. Allar fræðilegar bollalegg- ingar eru óþarfar“.“ Ólafur Þ. Kristjánsson. Frá kennarasamtökunum. Fulltrúaþing S. f. B. verður háð í Reykjavík á þessu vori. Verður það sett 20. júní í Melaskólanum, þar sem það verður til húsa. Til umræðu á þinginu verða mörg mál svo sem framkvæmd fræðslu- laganna, launamál og lagabreytingar. Þá mun dr. Matthías Jónasson flytja erindi um rannsóknir sínar, Guðjón Guðjónsson skólastjóri um hvildarheimili aldraðra kennara, og forseti sambandsins, Ingimar Jóhannes- son, mun vekja máls á samningu æviskráa barnakennara. Enn fremur fer fram kjör á nýrri sambandsstjórn. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Ingimar Jóhannesson, form., Guðm. í. Guðjónsson, ritari, Pálmi Jósefsson, gjaldkeri, meðstjórnendur: Arngrímur Kristjánsson vara- form., Árni Þórðarson, Guðjón Guðjónsson og Jónas B. Jónsson. Ingimar Jóhannesson og Jónas B. Jónsson verða ekki í kjöri við þessar kosningar, þar eð þeir eru nú á aukaskrá sambandsins. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG LANDSSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA. Útgáfustjórn: Armann Halldórsson ritstj., Helgi Þorláksson og Jón Kristgeirsson. Afgreiðslumaður: Þórður J. Pálsson,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.