Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL 85 Ég hef oft heyrt kennara hafa við orð, að æskulýður nútímans væri „ógurlegur, óstýrilátur, kærulaus og áhuga- laus“, allt sannanir þess, að skólinn hefur ekki tök á nem- endum, og þar af leiðandi gagnrýni á skólann. Ég mun í greinarkorni þessu leitast við að rökstyðja það, að skólar unglinga- og gagnfræðastigsins hér í Reykjavík séu ekki eins góðir eins og þeim ber að vera, að við séum ekki „samkeppnisfærir“ á þessu sviði. Ég mun jafnframt leit- ast við að benda á nauðsynlegustu breytingar, sem þurfa að koma skjótlega, ef ekki á að verða heil kynslóð sem er „kærulaus og áhugalaus“. Málið er engan veginn þrauthugsað af minni hálfu, og mest af því, sem ég leyfi mér að segja um kennsluna, á einungis við náttúrufræði, landafræði, eðlisfræði og að nokkru leyti um reikning, þær greinar, sem ég hef mesta reynslu í að kenna, og ég hef lært að kenna á þessu skóla- stigi. Ég bendi einungis á þá galla, sem mér virðast liggja alveg í augum uppi hverjum þeim, sem vill sjá, og þau ráð, sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa talið nauðsynleg, til þess að tryggja sæmilega kennslu. í lögum um gagnfræðanám (nr. 48, 7. maí 1946) segir svo í I. kafla, 3. gr.: “Á gagnfræðastiginu eru þrenns kon- ar skólar með samræmdri námsskrá: unglingaskólar, mið- skólar og gagnfræðaskólar.“ Og í IV. 18. gr. „Unglinga- skólar eru tveggja ára skólar, og lýkur námi í þeim með unglingaprófi. Er það landspróf að öllu eða nokkru leyti, eftir því sem ákveðið er í reglugerð.“ í 20. og 22. gr. segir: „Miðskólar eru þriggja ára skólar . . . Miðskólar veita einn- ig unglingapróf. . . Gagnfræðaskólar veita einnig ung- linga- og miðskólapróf." Ef hægt er að draga nokkra ályktun af ofangreindu um skipulag unglinga- og gagnfræðanámsins, virðist hún helzt vera sú, að gert sé ráð fyrir að þeir, sem hyggja á meira en skyldunám, fari strax í sérstaka skóla að af- loknu barnaprófi, en hinir verði í sérstökum unglinga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.