Menntamál - 01.06.1950, Page 11

Menntamál - 01.06.1950, Page 11
MENNTAMÁL 73 við gefa tvenn svör. í fyrsta lagi hefur það oft minnstu erfiðleikana í för með sér að reyna að þægja þörfum barnanna, að svo miklu leyti sem hægt er. Ýmsar helztu kröfur barnsins til lífsins eru nefnilega þess eðlis, að þeim eins og linnir eða þær hverfa um tíma eða fyrir fullt og allt, ef undan þeim er látið. Jafnvægi næst á nýjan leik. Samt er óhugsanlegt að láta börnin algjörlega sjálfráð. Við verðum oft að taka í taumana. Við verðum sjálf þreytt og vanstillt, og það er skiljanlegt, að stundum sjóði upp úr. En — og nú hverfum við að annarri hlið málsins — svo eðlilegt sem það er, að við glötum þolinmæðinni gagn- vart framferði barnanna, þá er það nákvæmlega jafn- eðlilegt, að þau bregðist illa við okkur. Þegar við tökum í taumana, snúast þau til varnar gegn okkur. Við teljum það út af fyrir sig ágætan eiginleika að láta ekki undan síga fyrir örðugleikum, en reyna heldur að vinna bug á þeim, en við hugsum oft ekki út í það, meðan á átökunum stendur. Við segjum í þess stað, að börnin séu óþekk. En er viljaþróttur ekki góður förunautur í lífsbaráttu framtíð- arinnar? Það, sem gerir okkur svo gjarnt að kalla börnin óþekk, þegar þau láta ekki að vilja okkar, er það, að þau láta reiði sína í ljós á annan hátt en við. Við getum beitt fyrir okkur orðum, en það geta lítil börn ekki. Tjáningartæki þeirra eru frumstæð, þau sparka og öskra o. s. frv. Nú getum við auðvitað ekki leyft þeim að ganga berserks- gang heima hjá sér. Við verðum oft að taka í taumana, en á því veltur, hvernig við förum að því. Hvað gerist, ef við þröngvum barninu til þess að stilla sig? Á ytra borðinu getur það virzt ,,þægt“, en hið innra með því leynast eldsumbrot, sem geta valdið gosi, þegar minnst vonum varir. Reiðin hverfur ekki, en hún grefur um sig sem háskasamlegt afl í huga barnsins. Barninu finnst það vera „vont“ og það leitast við að bæla tilfinn- ingar sínar. Þær brjóta sér þó aðrar brautir, koma ef til

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.