Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 73 við gefa tvenn svör. í fyrsta lagi hefur það oft minnstu erfiðleikana í för með sér að reyna að þægja þörfum barnanna, að svo miklu leyti sem hægt er. Ýmsar helztu kröfur barnsins til lífsins eru nefnilega þess eðlis, að þeim eins og linnir eða þær hverfa um tíma eða fyrir fullt og allt, ef undan þeim er látið. Jafnvægi næst á nýjan leik. Samt er óhugsanlegt að láta börnin algjörlega sjálfráð. Við verðum oft að taka í taumana. Við verðum sjálf þreytt og vanstillt, og það er skiljanlegt, að stundum sjóði upp úr. En — og nú hverfum við að annarri hlið málsins — svo eðlilegt sem það er, að við glötum þolinmæðinni gagn- vart framferði barnanna, þá er það nákvæmlega jafn- eðlilegt, að þau bregðist illa við okkur. Þegar við tökum í taumana, snúast þau til varnar gegn okkur. Við teljum það út af fyrir sig ágætan eiginleika að láta ekki undan síga fyrir örðugleikum, en reyna heldur að vinna bug á þeim, en við hugsum oft ekki út í það, meðan á átökunum stendur. Við segjum í þess stað, að börnin séu óþekk. En er viljaþróttur ekki góður förunautur í lífsbaráttu framtíð- arinnar? Það, sem gerir okkur svo gjarnt að kalla börnin óþekk, þegar þau láta ekki að vilja okkar, er það, að þau láta reiði sína í ljós á annan hátt en við. Við getum beitt fyrir okkur orðum, en það geta lítil börn ekki. Tjáningartæki þeirra eru frumstæð, þau sparka og öskra o. s. frv. Nú getum við auðvitað ekki leyft þeim að ganga berserks- gang heima hjá sér. Við verðum oft að taka í taumana, en á því veltur, hvernig við förum að því. Hvað gerist, ef við þröngvum barninu til þess að stilla sig? Á ytra borðinu getur það virzt ,,þægt“, en hið innra með því leynast eldsumbrot, sem geta valdið gosi, þegar minnst vonum varir. Reiðin hverfur ekki, en hún grefur um sig sem háskasamlegt afl í huga barnsins. Barninu finnst það vera „vont“ og það leitast við að bæla tilfinn- ingar sínar. Þær brjóta sér þó aðrar brautir, koma ef til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.