Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 6
68 MENNTAMÁL um ungbörnum eru sameiginlegar, þær eru einkennandi fyrir þau öll, og þær eru aðeins breytilegar eftir aldri. Fingrasog. Allir vita, að ungbörn eru áfjáð að stinga öllum hlutum upp í sig, þumalfingrinum sem öðru. Á vissu skeiði er börnum þörf á því að sjúga — að sjúga nægju sína, en sum börn fá þessa nægju sína fljótt, önnur tekur það langan tíma. Þegar barnið stækkar, finnst margri móðurinni, að þetta fingrasog sé orðið leiður óvandi, sem barninu eigi ekki að leyfast að iðka lengur. En ef maður reynir að koma í veg fyrir sogið, verður árangurinn þveröfugur við það, sem til var ætlazt, barnið tekur að sjúga af enn meira kappi eða það tekur að bíta af sér neglur eða sjúga lök eða vettlinga. Margar mæður óttast það, að tennurnar fari úr réttum skorðum vegna þessa sogs. Nákvæmar athuganir, sem hafa verið gerðar nýlega í Ameríku, leiða það í ljós, að þetta hefur enga hættu í för með sér fram að fimm ára aldri í flestum tilfellum. Ef slikt fingrasog kemur í ljós eftir þann aldur, er það merki um eitthvert innra stríð með barninu, og það verður ekki jafnað með neinu banni við því að sjúga fingur. Vinarhót og öryggi. Engu veigaminni en þörfin á að sjúga, er þörfin á ör- yggi og hlýju. Ef ungbarnið fær ekki nægju sína af snert- ingu við móðurina, andlegri og líkamlegri, verður það óró- legt og ónógt sjálfu sér. Okkur hefur verið kennt, að börn yrðu óþæg á því að vera tekin upp, hugguð, og ef leikið er við þau, en reynslan sýnir, að þessu er ekki svo farið. Ef þau hljóta þá snertingu og hlýju, sem þau þarfnast, verða þau róleg og auðveld viðfangs. Um þessar mundir er mikið rætt um hina svo nefndu sjálfstjórn, sem er í því fólgin, að fullorðna fólkið á að reyna að fylgjast með og haga sér eftir, hvenær matar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.