Menntamál - 01.06.1950, Side 30

Menntamál - 01.06.1950, Side 30
92 MENNTAMÁL ur að breytast, ef ekki á að stefna unglingafræðslu okkar í voða, ef árangur hennar á ekki að verða sá, að við full- vissum meiri hluta barnanna um og færum sönnur á, að þau séu svo vitlaus, að þau geti ekkert lært. f lögum um gagnfræðanám er gert ráð fyrir verknáms- og bóknámsdeildum. Nú hefur komið í ljós, að verknáms- deildir og verkleg kennsla er svo dýr, ef hún á að geta heitið kennsla, að lítil von er til að hún komist á fyrst um sinn. Lítur helzt út fyrir að um ófyrirsjáanlegan tíma verði ekki hægt að gera ráð fyrir verknáms-unglinga- deildum, heldur aðeins misjafnlega miklu bóknámi. Hing- að til hafa kröfurnar um bóklegt nám verið nálega þær sömu í öllum deildum unglingastigsins. Börn, sem eru langt undir meðallagi að greind, eiga að læra tvö erlend tungumál (ekki talmál, heldur ritmál) flókna þríliðu, prósentureikning o. s. frv. f fám orðum sagt: börn, sem hvorki eru læs eða skrifandi, eiga að læra og skilja hjálp- arlítið daglega 10—12 bls. lesmál. Það er sjaldan, að kenn- arinn hjálpi til við að finna aðalatriðin í lexíunni, sem læra á. En hann verður að sjálfsögðu að krefjast þess, að börnin kunni þessi aðalatriði, sem þau hafa alls ekki fund- ið, ef þau þá hafa getað stautað sig í gegnum lexíuna. Megnið af þessum treggáfuðu og meðalgreindu börnum stenzt ekki próf, en mörgum er „hjálpað upp“ í næsta bekk af leikfimi-, skriftar-, teikni-, og öðrum einkunnum auk þess sem kennarar í einstökum greinum reyna að sjálf- sögðu að „bjarga" eins mörgum og frekast er unnt, enda þótt kunnáttan sé neðan við markið. Það er ekki gaman fyrir kennara að viðurkenna, að meginþorri nemenda hans fullnægi ekki lágmarkskröfum, þar eð það hlýtur ætíð að kasta nokkurri rýrð á kennarann. Af því, sem ég nú hef sagt, ætti að vera ljóst, að kennslu- aðferðir og námskröfur verða að breytast. En til þess að það sé hægt, verður að brgyta prófkröfunum. Prófkröfur mega aldrei móta kennsluna í skyldunámsdeildum, af því

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.