Menntamál - 01.06.1950, Side 20

Menntamál - 01.06.1950, Side 20
82 MENNTAMÁL En hversu margir eru þeir á vorum dögum, sem eru ham- ingjusamir í þeim skilningi? Ef viÖ athugum okkur sjálf og það fólk, sem við eigum saman við að sælda, verðum við þess vísari, að margur maðurinn unir ekki alls kostar vel sinni tilveru. Við vitum ekki alltaf, hvað okkur er að van- búnaði. Margir okkar eru eirðarlausir, sí og æ óánægðir. Aðrir setja það fyrir sig, að þeir komi ekki eins miklu í verk og hugur þeirra stendur til, og enn öðrum finnst þeir vera einmana og slitnir úr öllum tengslum við lífið kring- um sig. Kynferðismálin valda mönnum miklum vanda. Miklu meira en helmingur kvenna í landinu þjáist af fjör- leysi (frigiditet), og í sífellu er kvartað um skort karl- manna á blíðu. Hvað varðar þetta uppeldið? Ef við viljum forðast, að slíkur vandi steðji að mönnum á fullorðinsaldri, verðum við að gefa uppeldinu gaum. Með frjálsu uppeldi, teljum við, að hægt sé að draga mjög úr þessum meinum og stund- um koma í veg fyrir þau með öllu. Uppeldi — menningarmál. Hvers vegna erum við nú að bera þessar bollaleggingar á borð? Við höfum fram að þessu getað lifað lífinu án þess að vita mikið um barnssálina. Því hefur meira að segja verið haldið fram, að „hin góða, gamla tíð“ hafi að öllu leyti verið rriiklu betri, og að vorir tímar séu hinir verstu, sem komið hafi. Ef þessu væri svo farið, værum við ekki bölsýn að ástæðulausu, en þetta er nú ekki rétt, sem betur fer. Að einu leyti erum við betur sett að minnsta kosti en fólk áður á tíðum: Þekking okkar á manninum er stórum meiri en nokkuru sinni áður. Það er ekki fyrr en síðustu hálfa öld- ina, að fram hefur farið vísindaleg rannsókn á sálarlífi mannsins. Mjög fá okkar mundum vilja vera án hjálpartækja nú- tímans. Við, sem höfum vanizt járnbrautarlestum, bílum, síma, rafljósi, alls konar tilbúnum hlutum, mundum varla

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.