Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 16
78 MENNTAMÁL í stað refsingar. HiS eina, sem getur í raun og veru komið í stað refsinga, er skilningurinn. Erfiðara er að ala upp börn af skilningi en með hegningum, því að hegningin er skjótvirk aðferð til lausnar vandanum. Skilningurinn krefst tíma og um- hugsunar. Það liggja oft fjölmargar ástæður, sem okkur eru duldar, til þess, sem barnið vill gera eða láta ógert. Ef til vill hefur það ekki skilið tilmæli okkar, ef til vill hefur það verið svo hugfangið af leik sínum, að það hefur ekki gripið þau, ef til vill hefur það ekki þroska til að verða við kröfum okkar, ef til vill stafar framferði þess af afbrýði- semi gagnvart bróður þess eða systur, ef til vill hefur það átt við einhverja örðugleika að etja í skólanum fyrr um daginn. Það getur verið um svo fjölmargt að ræða. En ef okkur tekst að komast fyrir ástæðurnar og haga okkur í samræmi við þær, getum við náð árangri, sem engin refs- ing megnar að ná. Við komumst hjá þrjózku og andstöðu, barnið heldur áfram að semja sig að aðstæðunum, og það hefur varðveitt trúnaðinn og traustið til framkomu okkar. En börn gera oft af einskærum óvitaskap ýmislegt, sem við hvorki viljum né getum lagt blessun okkar á. Þá er oft hægt að láta þau taka eðlilegum afleiðingum af því. Þegar menn koma of seint til matmála, fá menn matinn kaldan, ef vasaljós gleymist úti í rigningu, ónýtist það. Ef nýtt er keypt í staðinn, má draga það af eyðslueyri. Hin eðlilega afleiðing styðzt ekki við sektarvitund. Til eru þau atvik, að okkur virðist hegning vera óhjá- kvæmileg, t. d. þegar lítið barn leikur sér að hlutum, sem það getur ekki skilið, að séu hættulegir. Það veit ekki, að það er hættulegt að skrúfa frá gaskrönum eða iðka jaka- hlaup, meðan það er ósynt, eða að hlaupa fyrir bíla o. s. frv. Þegar svo stendur á, verðum við að gera aðrar mögulegar öryggisráðstafanir t. d. skrúfa fyrir aðalleiðsluna. Þá verð- um við einnig að láta einskis ófreistað að skýra fyrir þeim afleiðingarnar af slíkum athöfnum, leiða athygli þeirra að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.