Menntamál - 01.06.1950, Síða 18

Menntamál - 01.06.1950, Síða 18
80 MENNTAMÁL handa og fóta og allra skynfæra til að rannsaka nánasta umhverfi sitt. Myrkranna á milli hefur sex ára anganum gefizt kostur á að úthella kröftum sínum í leikjum, hann hefur vanizt samvistum við sér yngri og eldri börn og við jafnaldra sína, og hann hefur orðið góður vinur þeirra. Og allan daginn hefur hann fundið til þess öryggis, sem er í því að eiga pabba og mömmu. Til þeirra hefur hann getað leitað, ef eitthvað hefur bjátað á. Nú á hann að fara í skóla. Það veldur byltingu í lífi hans. Hann verður að semja sig að stórum hóp barna. Mörg þeirra þekkir hann ef til vill ekki. Miklum hluta dags- ins verður hann að verja á þann hátt, sem stundaskráin og kennarinn mælir fyrir um. Hann flytur með sér í skólann hina miklu þörf sína á því, að eitthvað eigi að gerast. Löngunin til að uppgötva nýja hluti kringum sig er óskert og svo er þráin til þess að mega leika sér af frjálsum vilja við jafnaldra sína og segja öðrum frá öllu því, sem hann hefur séð og aðhafzt. Það væri því til mikillar blessunar bæði fyrir nýsveininn litla og kennarann, ef viðhorf hans við skólanum yrði þá þegar yljað af trúnaðartrausti. Kosta verður kapps um að gera umskiptin frá leiktilveru til skólaveru jafnumbrotalaus og auðið er, ef barninu á að geðjast að skólanum og starfinu þar frá upphafi. Ekkert er affarasælla fyrir skólavistina í framtíðinni en að barn- ið unni skóla sínum, starfinu þar, kennurunum og félög- um af heilum hug þegar frá fyrsta degi. Það er sannarlega ómaksins vert, sem reynt er til þess, að svo megi verða. Á fyrstu skólaárunum er það einkum mikilvægt, að barn- ið öðlist þá tilfinningu, að kennari þess sé sama örugga at- hvarfið í skólanum og móðirin er heima hjá því. f skólanum hefur barnið einnig mikla þörf á því að láta tilfinningar sínar í ljós. En starf þess í skólanum er að langmestu leyti vitsmunalegt og fræðilegt. Tilfinningalífið verður þar að sjúga sultarhramminn. í þessu er fólgin mikil veila. Einmitt þess vegna ríður það á svo miklu að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.