Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 79

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 79
MENNTAMÁL 141 kolli, og stefnan þannig verið frá einu máli í átt til margra mála, og ætti þá í framtíðinni að verða um enn fleiri mál að ræða en nú er. Nýju kenningarnar, sem þeir halda fram, Meillet, Saussure og þó einkum Marr, eru á hinn veginn, að aldrei hafi verið til neitt eitt sameiginlegt frummál, heldur nokkur frummál eða jafnvel fjöldi frum- mála (Marr), og síðan hafi þessi mál bræðzt saman og runnið hvert inn í annað, gjarnan greinzt sundur aðra stundina, en aðalstefnan í þróuninni hafi samt verið frá mörgum málum í átt til færri mála og að lokum til eins máls. Marr telur, að fyrstu málin hafi verið bendingamál, töluð mest með höndunum, en munnleg mál hafi komið löngu seinna til sögunnar, þegar mennirnir höfðu dreifzt um mestalla heimskringluna. Menn geta nú fallizt á þessar kenningar eða látið það vera, en hitt er víst, að svo langt sem sögur verða raktar, hefur tungumálunum farið æ fækkandi, og jafnframt hafa þau nálægzt hvert annað. Margt verður til þess að sameina tungumál eða að- greina. Til aðgreiningar geta legið landfræðilegar ástæð- ur, svo sem fjallgarðar, fljót og höf, eða félagslegar ástæð- ur, svo sem skipting í stéttir, starfsgreinar eða trúar- brögð.“ Útlistaði fyrirlesarinn þetta nánar. Síðan nefndi hann þrennt, er einkum hefði sameinandi áhrif á málin: 1) hagfræðilegar og félagslegar ástæður, svo sem stór- virkari framleiðslukerfi, rénun stéttamunar, vöxtur heimsverzlunar og þróun hugsjóna um jafnrétti manna, 2) tæknilegar ástæður, svo sem þróun ýmiss konar sam- skiptatækja (skipa, flugvéla, síma, útvarps), og 3) menn- ingarlegar ástæður, þar sem væri aukning skóla, vöxtur bókmennta og fleira. Lauk fyrirlesarinn þessum kafla ræðu sinnar með þessum orðum: „Samhliða hinum almennu framförum mannkynsins hefur sameiningaröflunum fjölgað og gætir þeirra æ meir Og meir, en úr aðgreiningaröflunum hefur dregið að sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.