Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 8
70 MENNTAMÁL inda, einkum að loknum löngum og þreytandi vinnudegi. En ef til vill getum við látið okkur detta betra ráð í hug gagnvart þessum litla handóð okkar en banna honum. Ef til vill hugkvæmist okkur eitthvað, sem getur dregið athygli barnsins að einhverju öðru, og við getum tekið þá hluti, sem okkur er sárast um, og komið þeim fyrir, þar sem barnið nær ekki til þeirra. Því að þessir tilburðir til að rannsaka alla skapaða hluti eru einnig sprottnir af þörf, þörfinni á að kynnast þeim heimi, sem maður lifir í. Að sjálfsögðu á barnið að fá leikföng, sem hæfa aldri þess. Barnið atar sig út. Nýjar þarfir koma í ljós. Á aldrinum eins til þriggja ára fer barnið að vilja leika sér að vatni, sandi og leir. Það atar sig út og bleytir fötin sín. Þessir útötunarleikir eru veiga- mikill þáttur í þróunarferli barnsins. Ef því er aðeins leyft að ata sig út um nokkurt skeið eins og það lystir, kemur í ljós, að þörfin tekur að minnka. Til þessa skeiðs heyrir umvöndunin um þrifnað. Á því er oft byrjað of snemma að venja börn við pott. Ef barninu á að lærast þrifnaður, verður það að hafa náð þroska til þess, og bezt er, að menn bíði með pottinn, þangað til ang- inn litli getur og vill nota hann. Með því móti gengur það betur en ef reynt er frá byrjun að þröngva barninu til þess. Menn losna þá við árekstra, og barninu mun finnast það ánægjulegt afrek að læra að nota þennan grip. Áhugi á Jcynferöismálum. Börn hafa kynferðisþarfir. Þetta lætur ef til vill hrylii- lega í eyrum, en við munum reyna að útskýra, við hvað er átt. Það er ofureðlilegt, að kynferðilegur þroski komi ekki yfir menn allt í einu á fullorðinsaldri. Sá þáttur í eðli mannsins hlýtur einnig að eiga sína þroskasögu. Og hjá börnum er einnig að finna byrjunina að hinu fullþroska kynferði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.