Menntamál - 01.06.1950, Page 46

Menntamál - 01.06.1950, Page 46
108 MENNTAMÁL á að keppa við sjálft sig, er það hinn hollasti þáttur keppn- innar. - -Ég hef hér fyrir framan mig töflu yfir 3. bekk. Börnin eru á aldrinum 10 ára og 2 mánaða til 8 ;8. Hæsta einkunn, sem þau geta fengið er 20 stig. Duglegasta barnið nær þessum stigafjölda á 7*4, úr mínútu, en lélegasta barnið fær 41/2 stig eftir 56 mínútna vinnu. Við nákvæma athug- un á töflunni kemur í ljós, að í sama bekknum er stór hluti nemendanna 2 ár á undan meðaltali bekkjarins, en það er líka stór hluti, sem er 2 ár á eftir. Það er að segja að lestrar- geta bekkjarins nær yfir 4 ár. Á annarri töflu hef ég línu- rit yfir 29 nemendur í 1. bekk. Á því sést að duglegasti nem- andinn las 1400 síður, meðan sá lélegasti las 100. Allir þessir nemendur notuðu nákvæmlega sömu bækur og fengu aldrei að hætta við neitt verkefni fyrr en gengið hafði ver- ið úr skugga um að þeir kynnu það, sem búið var að fara yfir. Það er æði margt, sem þessum mun getur valdið. Gáf- ur barna eru misjafnar og hafa mikla þýðingu, en þó er ekki gáfaða barnið alltaf betri lesari en hið treggáfaða. Heimilisástæður, líkamleg heilbrigði, sjón og heyrn eru ákaflega þýðingarmikil atriði. Félagslegar aðstæður hafa einnig mikið að segja. Fjárhagsafkoma heimilisins og menningarstig, siðferðisvitund þess og viðhorf til skólans er og þýðingarmikið atriði og getur oft haft úrslitaáhrifin á þroska barnsins og framför. Og í tilraunum sínum komst Karl Bakki t. d. að þeirri niðurstöðu, að börnin í 4. bekk, sem voru frá hinum betur stæðu og menntaðri heimilum væru duglegri í lestri en börnin í 5. bekk, sem voru frá fátækari heimilum og menntunarsnauðari. Fjarvistir geta líka tafið lestrarframför afar mikið. Barn, sem oft er fjarverandi, missir mikið úr. Og það er barninu afar hættulegt. E. t. v. er barninu ekkert jafn- hættulegt og eyður í námsefnið, þegar um undirstöðunáms- greinar er að ræða. Að vísu hefur duglegur nemandi alltaf talsverða möguleika til þess að ná upp meira eða minna

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.