Menntamál - 01.04.1956, Síða 21
MENNTAMÁL
15
komin úr þvottahúsi og föt, er ætla mætti að klæðskeri
hafi lagt hönd á í gær. Búnaður kvenna er tilsvarandi.
Skólar eru einsetnir. Þó þekkjast dæmi um tvísetningu,
en það er talið bráðabirgðaástand.
Niðurlagsorð.
Dvalið var nokkuð að ráði í skólum eftirnefndra borga:
New York, Washington, D. C., Minneapolis, Winnipeg,
Vancouver, Seattle, San Francisco, Los Angeles, New
Orleans, Jacksonville og víðar á Florida. Einnig voru heim-
sóttir þorpa- og sveitaskólar í Manitoba og New York-
ríki. Viðtökur og hvers konar fyrirgreiðsla var alls stað-
ar frábær hjá öllum skólamönnum. Ég leitaði ætíð fyrst
leyfis hjá fræðslumálastjóra á hverjum stað, áður en snúið
var til skóla. — Ferðin tók 7 mánuði. Að sjálfsögðu greiddi
ég allan kostnað fararinnar og hafði allan veg og vanda
af henni. Öðrum kennurum til leiðbeiningar skal þess get-
ið, að um 30 þús. kr. fóru.
Það hefði verið æskilegt að gera ýtarlegan samanburð
á menningar- og þroskastigi skólaæsku vestra og hér. En
það er fjölþættara mál en svo, að því verði gerð skil nú.
Forsendur eru flóknar. Augljóst virðist, að þar er meira
kennt um daglegt líf, næsta umhverfi og umgengni en
hér tíðkast í skólum. Hins vegar leynir það sér ekki, að
skólanemendur hér, sem komnir eru nokkuð áleiðis á náms-
braut, eru mun betur að sér í erlendum tungumálum en
jafnaldrar í Vesturheimi. Æska Norður-Ameríku er í
mörgu lík íslenzkri æsku. Hún er djörf og frjálsmann-
leg, bein í baki, hreinskilin og fer lítt í manngreinarálit.
Hún er óþústuð og sælleg og ber það með sér, að hún er
yfirleitt alin upp við allsnægtir eins og æska þessa lands.
Hún er stórt númer á heimilum sínum, og betra er að
hafa fylgi hennar en 10 annarra. Á umferð innan skóla
skrafar námsfólkið saman, en er frekar lágvært. Það virð-
ist tízka að tala lágt. Sennilega veldur því þörf fjölbýlis.