Menntamál - 01.04.1956, Side 37
menntamál
31
hugun á samræmi og misræmi milli hæfileika og náms-
árangurs skólanemenda.
Af dugnaði og framsýni hafa Norðmenn nú á fáum ár-
um byggt upp umfangsmikið og árangursríkt vísindastarf
í þágu uppeldis- og fræðslumála.
Svíþjóð.
í fjórum sænskum háskólaborgum eru rannsóknarstofn-
anir, sem um sálfræði- og uppeldisfræðirannsóknir fjalla,
starfræktar í tengslum við háskólana. Auk þess er unnið
að víðtækri tilraunastarfsemi á þessu sviði á vegum
sænsku fræðslumálastofnunarinnar (Skolöverstyrelsen).
I Uppsölum starfar ,,Institutionen för pedagogik“
undir stjórn Wilhelm Sjöstrand. í skýrslu sinni í áður-
nefndu tímariti tekur hann það fram, að vísindalegum
rannsóknum á þessu sviði sé það fjötur um fót, hve mikill
fjöldi stúdenta leggur nú stund á þessi fræði, og kennslu-
skyldan tekur því meira af tíma háskólakennaranna en góðu
hófi gegnir. Þessi þróun er sameiginleg öllum sænskum
háskólum, en býsna margt virðist þó hafa áunnizt á undan-
förnum fimm árum.
Meðal þeirra verkefna, sem tekin hafa verið fyrir á
vegum rannsóknarstofnunarinnar í Uppsölum má t. d.
nefna nýja gerð hæfnisprófa til athugunar á músíkgáf-
um meðal skólabarna og rannsókn á daglegu námsstarfi
menntaskólanemenda í Uppsölum. Nemendur þeirra
menntaskólabekkja, sem athugaðir voru, var skipt í 3
hópa eftir námsafköstum, og var færð dagleg skýrsla um
námsstarfið í heild — bæði heima og í skóla — á meðan
rannsóknin stóð yfir. Til þess að auka áhuga nemendanna
á rannsókninni var þeim greidd dálítil upphæð fyrir fyrir-
höfnina. Ennfremur hefur verið gerð rannsókn á náms-
aðferðum með hliðsjón af árangri í námi í barnaskólunum,
hvað helzt veldur ótta og kvíða hjá skólabörnum og áhrif
slíkra kennda á skólastarf og námsárangur.