Menntamál - 01.04.1956, Síða 68
62
MENNTAMÁL
heimastarf fyrir næsta dag. Yfirleitt á ekki að setja nem-
endunum fyrir heima undir þá daga, sem koma næstir á
eftir sunnudögum eða öðrum helgi- eða leyfisdögum. Nem-
endurnir eiga ekki að þurfa að eiga við slík verkefni á
leyfisdögum. Þetta á þó ekki við þá nemendur, sem er
ekki kennt alla vikuna.
Mat á starfsárangri. — Eftirlit.
Það er áríðandi, að kennarinn geti vel og fljótlega fylgzt
með starfi barnanna. Hann á líka fyrst og fremst að gera
sér ljósa grein fyrir því, að hve miklu leyti kennslunni hef-
ur verið vel fyrir komið og að hve miklu leyti nemendurnir
hafa haft gagn af skólastarfinu. Með hliðsjón af starfs-
árangri nemendanna á kennarinn að dæma, í hverju bekk-
urinn í heild eða einstakir nemendur þarfnast meiri hjálp-
ar. Það á að reyna að koma í veg fyrir það, að alvarlegar
truflanir eigi sér stað í námsferli nemendanna. Einkum
ef nemandi hefur verið fjarverandi vegna veikinda, á
kennarinn að sjá um, að hann fái nægilega hjálp að svo
miklu leyti sem það er hægt, til þess að tileinka sér það,
sem numið hefur verið meðan hann var fjarverandi.
Kanna má árangur nemenda með munnlegri yfirheyrslu,
með skriflegum prófum eða láta nemendurna segja sjálfa
frá. Jafnan skyldu munnlegu yfirheyrslurnar, sem eiga
aðeins að taka lítinn hluta kennslustundarinnar, vera í
samtalsformi og nemendurnir eiga að fá að segja frá því,
sem þeir hafa séð og reynt. Krafan um form og fullkom-
leik svarsins verður að fara eftir aldri og þroskastigi
barnsins. f lesgreinum geta skrifleg próf, þar sem nem-
endurnir gera grein fyrir vissum atriðum, verið ágæt. Það
má ekki setja börnunum fyrir heimaverkefni undir sömu
daga og prófin eru. Það á að forðast að hafa mörg skrif-
leg próf í þeim verkefnum, er þau hafa fengið sem heima-
verkefni.