Menntamál - 01.04.1956, Page 74
68
MENNTAMÁL
hrós að launum fyrir frammistöðuna, þótt sum þeirra
ættu vissulega skilið verðlaun. Afleiðingin verður oft van-
metakennd og námsleiði, sem geta af sér neikvæða afstöðu
til skólans, og sú afstaða vill oft haldast, unz skyldunámi er
lokið. Þetta allt saman gerir það að verkum, að börnin
verða þeirri stund fegnust, þegar þau hverfa úr skólanum
og leita sér því síður afþreyingar í lestri en ef námið
hefði verið skipulagt í samræmi við eðlilegar þarfir barn-
anna. Meðan skólaskylda hófst ekki fyrr en börnin voru
10 ára, var miklu síður hætt við, að svona færi, þá höfðu
nærri öll börn náð nægilega háum vitaldri, þegar komið
var í skólann, og velflest höfðu lært að lesa heima hjá
foreldrum sínum, en lestrarnám er vitanlega ólíkt að-
gegnilegra, ef pabbi og mamma segja barninu til, þegar
það fer að langa til að læra að lesa.
Þeir, sem semja námsskrár, ættu að hafa þessar stað-
reyndir í huga og minnast þess, að sannasta námsskrá,
sem nokkurntíma hefur verið samin og nokkurntíma verð-
ur samin, eru hæfileikar barnanna sjálfra, og þeir eru
eins og þegar hefur verið bent á, mjög einstaklings-
bundnir.
Nú vilja ef til vill einhverjir spyrja: „Er ekki þetta full
mikil svartsýni? Er ekki gildi og gagnsemi kennslunnar
meira en þetta? Hlýtur ekki barnið að verða þeim mun
þroskaðra og vita þeim mun meira eftir því sem kennslu-
stundunum fjölgar? Ég skal láta staðreyndirnar svara
þessum spurningum.
Rannsóknir, sem gerðar voru á þekkingu sænskra ný-
liða tveimur árum eftir að þeir fóru úr skóla, sýndu, að
20 prósent þeirra máttu heita ólæsir. Þeir þekktu að vísu
stafina og gátu stautað létt orð, en þeim var um megn að
ná efni úr lesmáli og endursegja það. Þegar farið var að
spyrja ungu mennina út úr bóklegum fræðum, kom í Ijós,
að rúmlega áttatíu prósent höfðu gleymt öllu, sem þeim
hafði verið kennt og þeir höfðu tekið próf í tveimur