Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Page 74

Menntamál - 01.04.1956, Page 74
68 MENNTAMÁL hrós að launum fyrir frammistöðuna, þótt sum þeirra ættu vissulega skilið verðlaun. Afleiðingin verður oft van- metakennd og námsleiði, sem geta af sér neikvæða afstöðu til skólans, og sú afstaða vill oft haldast, unz skyldunámi er lokið. Þetta allt saman gerir það að verkum, að börnin verða þeirri stund fegnust, þegar þau hverfa úr skólanum og leita sér því síður afþreyingar í lestri en ef námið hefði verið skipulagt í samræmi við eðlilegar þarfir barn- anna. Meðan skólaskylda hófst ekki fyrr en börnin voru 10 ára, var miklu síður hætt við, að svona færi, þá höfðu nærri öll börn náð nægilega háum vitaldri, þegar komið var í skólann, og velflest höfðu lært að lesa heima hjá foreldrum sínum, en lestrarnám er vitanlega ólíkt að- gegnilegra, ef pabbi og mamma segja barninu til, þegar það fer að langa til að læra að lesa. Þeir, sem semja námsskrár, ættu að hafa þessar stað- reyndir í huga og minnast þess, að sannasta námsskrá, sem nokkurntíma hefur verið samin og nokkurntíma verð- ur samin, eru hæfileikar barnanna sjálfra, og þeir eru eins og þegar hefur verið bent á, mjög einstaklings- bundnir. Nú vilja ef til vill einhverjir spyrja: „Er ekki þetta full mikil svartsýni? Er ekki gildi og gagnsemi kennslunnar meira en þetta? Hlýtur ekki barnið að verða þeim mun þroskaðra og vita þeim mun meira eftir því sem kennslu- stundunum fjölgar? Ég skal láta staðreyndirnar svara þessum spurningum. Rannsóknir, sem gerðar voru á þekkingu sænskra ný- liða tveimur árum eftir að þeir fóru úr skóla, sýndu, að 20 prósent þeirra máttu heita ólæsir. Þeir þekktu að vísu stafina og gátu stautað létt orð, en þeim var um megn að ná efni úr lesmáli og endursegja það. Þegar farið var að spyrja ungu mennina út úr bóklegum fræðum, kom í Ijós, að rúmlega áttatíu prósent höfðu gleymt öllu, sem þeim hafði verið kennt og þeir höfðu tekið próf í tveimur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.