Menntamál - 01.04.1956, Page 83
MENNTAMÁL
77
gegna öðru hlutverki í starfi en hún liefur nú, þar sem
niðurröðun hennar ákveður gang starfsins og efnisval
hennar umtak þess.
Kennararnir hafa fyrstu 5 árin haft mjög frjálsar
hendur í vali á kennslubókum, svo að þeir gætu fundið
þá kennslubók, sem bezt hæfði því hlutverki, sem við
viljum láta hana gegna, það er að segja að vera undir-
stöðubók, sem hægt sé að styðjast við og snúa aftur til,
eftir að hafa leitað uppi mikið af öðru efni varðandi þau
verkefni, sem unnið er með.
Aðeins fáar kennslubækur eru samdar með það í huga,
að þær séu upphafsliður í yfirgripsmiklu starfi við söfn-
un efnis úr ýmsum áttum og verði einnig til aðstoðar við
tileinkun vissra nauðsynlegra staðreynda.
Það er erfitt að segja nokkuð um notkun kennslubók-
arinnar almennt, þar sem notkun hennar er mjög breyti-
leg frá einum bekk til annars, frá einum aldursflokki til
annars og frá einni námsgrein til annarar.
Margir kennaranna í elztu bekkjum skólans hafa reynt
það, að þegar nemendumir hafa unnið með ákveðið efni
á þann hátt, að þeir hafa lesið um það í mörgum bókum
og tímaritum, þá reynist þeim ekki erfitt að læra saman-
dregið efni kennslubókarinnar, þar sem hún hefur nú
fengið baksvið og fyllri merkingu fyrir þeim.“
MIKILVÆGI BÓKASAFNS.
Ennfremur segir: „Lesstofa og bókasafn er þungamiðja
í starfi tilraunaskólans. Eins og áður er sagt, höfum við
skipulagt tilraunastarfið þannig, að fært yrði að veita
bekkjum og kennurum aðstoð við samningu og gerð verk-
efna. Án mjög virkrar aðstoðar á lesstofunni hefðu erfið-
leikar í sambandi við verkefnin getað orðið óreyndum
kennurum svo þungir í slcauti, að kennaranir hyrfu aftur
að ofnotkun kennslubókarinnar í of langan tíma.“