Menntamál - 01.04.1956, Side 86
80
MENNTAMÁL
en ef áhugi barnsins binzt henni í of ríkum mæli, er
hætta á því, að hin mannlegu áhugaefni fái of litla
næringu og þörfin til listrænnar sköpunar fjari út.
Vegna þeirrar skoðunar, að það sé þýðingarmikið skil-
yrði fyrir þroska hinna skapandi hæfileika, að þeir fái
notið sín í bernsku á margvíslegasta hátt, þá höfum við
á Emdrupborg reynt að gefa teikningu, málun, mótun,
leiklist, frjálsum ritgerðum og hljómlist meira rúm en
gert er i venjulegum skólum. Við höfum séð, að þetta starf
hreif börnin á sérsakan hátt og kom þeim til að láta í Ijós
sína beztu hæfileika. Það lítur út fyrir, að sú fullnæging,
sem barnið fær af að skrifa frjálst, teikna, leika o. s. frv.
skapi sérlega hugþekkan geðblæ gagnvart skólanum.“
1 kaflanum er síðan gerð grein fyrir, hvernig ráðið
hefur verið fram úr ýmsum vandamálum, sem fram koma
við það, að hið skapandi starf er ekki lengur takmarkað
við tvær stundir á viku eða svo, heldur er það dregið inn
í kennsluna hvar og hvenær sem er. Skiptist kaflinn í
eftirfarandi smákafla.
1. Hvaðan tökum við tímann?
2. Hvernig er starfið skiplagt, svo að agi fari ekki út
um þúfur, heldur byggist upp við starfið.
3. Hvernig er hægt að ná í það efni, sem nota skal?
4. Hvar er hægt að geyma fullunnin og hálfunnin verk-
efni í nokkurn tíma?
5. Hvernig er hægt að rækta með börnunum sjálfum
sjálfstæðar kröfur um vinnugæði?
6. Hve mikið þarf kennarinn að kunna til þess að geta
komið börnum af stað við skapandi starf?