Menntamál - 01.04.1956, Side 94
88
GAGNFRÆÐASKÓLINN Á AKUREYRI.
MENNTAMÁL
Gagnfræðaskólinn á Akureyri minntist aldarfjórðungsafmælis 1.
nóv. s. 1. Sigfús Halldórs frá Höfnum stjórnaði skólanum fyrstu
fimm árin, en þá tók Þorsteinn M. Jónsson við skólastjórninni og
gegndi henni í tvo áratugi, en Jóhann Frímann varð skólastjóri 1955.
Menntamál óska skólum þessum öllum góðs gengis.
SKÓLAEFTIRLIT.
Menntamál hafa leitað frétta á skrifstofu skólaeftir-
litsins, og er þetta helzt tíðinda:
Með nýrri löggjöf um fjármálaeftirlit í skólum hafa
störf námsstjóra barnafræðslunnar verið aukin. Auk
sinna fyrri starfa er þeim falið eftirlit með fjármálum
skólanna, hverjum á sínu eftirlitssvæði. Fer nokkuð af
starfstíma þeirra, einkum nú fyrstu tvö árin, í það að
kynna sér þessi mál og leiðbeina um reikningshald skól-
anna. Aðalsteinn Eiríksson námsstjóri hefur verið skip-
aður fjármálaeftirlitsmaður skólanna, og vinna náms-
stjórarnir að eftirliti fjármála skólanna undir hans stjórn.
Skrifstofa Skólaeftirlitsins er á Laugaveg 24. Hafa náms-
stjórarnir þar skrifstofu og eru til viðtals eftir samkomu-
lagi, þegar þeir eru í Reykjavík.
Námsstjórar barnafræðslunnar hafa nú ferðast um land-
ið til eftirlits og leiðbeininga um fimmtán ára skeið. Hafa
störf þeirra til þessa tíma aðallega verið tvíþætt. Þeir
hafa unnið að bættum starfsháttum í barnaskólunum fyrir
líðandi stund og bættri aðbúð nemenda, þeir hafa og
unnið að sameiningu sveita um skólabyggingar í strjál-
býlinu fyrir framtíðina. En það má telja ofviða flestum
sveitarfélögum að byggja nútíma skólahús, eitt út af fyrir
sig, eftir þeim kröfum, sem nú eru gerðar til slíkra bygg-
inga. Er mikið og erftitt starf framundan að leysa þessi
byggingarmál strjálbýlisins, en að því mun unnið af kappi
næsta áratug.