Menntamál - 01.04.1956, Síða 98
92
MENNTAMÁL
samhengið milli landslags, gróðurfars og atvinnulifs, ef þau eru notuð
á réttan hátt. Töflurnar aftast í heftinu skapa mikla möguleika að
þessu leyti, og er sjálfsagt að notfæra sér það.
En jafnan skal liafa hugfast, að höfuðmarkmið heftisins er að gefa
kennurum og nemendum hugmyndir og verkefni.
Skólunum er mikill fengur að þessari bók. Ef hún reynist hér sem
annars staðar, verður þess vonandi ekki langt að bíða, að fleiri slík
hefti komi í hendur kennara og nemenda. Þeim ber þökk, sem að
þessu hafa unnið. Allt það, sem miðar að því að auka frjálst og sjálf-
stætt starf nemenda, veitir fjölbreytni, eykur starfsgleði og er væn-
legt til þroska.
Reykjavík, i nóvember 1955.
Jónas B. Jónsson.
KÁRI ARNÓRSSON:
Gagn og gaman, ný útgdfa, 1. hefti. Saman tóku Helgi Eliasson
og ísak Jónsson.
Það ætti að vera öllum kennurum mikið gleðiefni, þegar náms-
bækur og önnur kennslutæki eru endurskoðuð og endurbætt. Segja
má, að þessi útgáfa hafi marga kosti fram yfir þá eldri. Þeir eru
helztir, að miklu hefur verið aukið við lesmálið, nýjum köflum bætt
inn í til æfinga fyrir hvert hljóð. Tíðni hljóða og hljóðasambanda er
nú mun meiri en var í eldri útgáfunni. Eldri leskaflar mjög lag-
færðir til hins betra og tæknilegra atriða betur gætt en áður. Allir
lielztu annmarkar, sem voru á eldri útgáfunni hafa nú liorfið.
Bókin er miklu léttari og betur sniðin sem kennslubók og end-
urtekningar orða meiri, en það er eitt af höfuð skilyrðum góðrar
kennslubókar í lestri.
Fleiri orð hafa nú verið tekin upp, sem kenna skal í heild, dæmi:
segir — ekki — mig o. fl., og séræfingar í sambandi við þau. Mörg
þessara orða er ekki hægt að komast hjá að nota við samningu texta,
en þar að auki eru þetta algeng orð bæði í rit- og talmáli.
Ég mun nú víkja nánar að sumum breytingunum.
Margir leskaflarnir eru í heild þeir sömu og i eldri útgáfunni,
en einstaka orð eru felld niður og önnur hentugri tekin í staðinn.
Þetta skiptir miklu í flestum lesköflunum, þar sem orðin, sem fyrir
voru í eldri útgáfunni, ollu örðugleikum í kennslunni.
Dæmi: Á bls. 10 í nýju útgáfunni. Kenna skal L, 1. Orðið Lalli
hefur verið fellt niður, en þess í stað tekið orðið Lási. Þarna er burtu