Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Page 102

Menntamál - 01.04.1956, Page 102
96 MENNTAMÁL ustu ár. Það, sem einkum gerir yfirlitið aðgengilegt, eru kortin í bókinni, en þau sýna, hvernig landhelginni hefur verið breytt frá þvi fyrst voru sett bannsvæði við fiskveiðum útlendinga hér við land um aldamótin 1600 af Kristjáni IV. Danakonungi og fram til vorra tíma. Þá er grein um útfærslu fiskveiðitakmarkananna frá þjóðréttarlegu sjónarmiði og kafli er nefnist: „ísland fyrir íslend- inga“. Er það hvatning til íslendinga um að standa saman um málið. Síðan kemur kaflinn „Landhelgin, fjöregg íslenzku þjóðarinnar", er sýnir, hvernig við íslendingar eigum í vök að verjast gegn blindri eiginhagsmunastreitu nokkurra brezkra útgerðarmanna. Þá eru hug- leiðingar um vettvang sjávarútvegsins, efnahagsafkomu botnvörpu- skipanna, friðunarlögin og framtíðaraðgerðir í landhelgismálum, svo að viðunandi lausn fáist á þeim. VIII. kafli nefnist „Landhelgis- málið og dýrkun lyginnar" og er grein, sem birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 1955. Hún er svar við róggreinum, er birtust í brezkum blöðum nokkru áður, skömmu eftir að brezku togararnir tveir fór- ust í fárviðri út af Norðvesturlandi. í fyrri hlutanum eru svo loks myndir af nokkrum mönnum, er hafa látið landhelgismálið til sín taka. Síðari hluti bókarinnar fjallar um náttúru- og landfræðileg rök fyrir því, að íslendingar eigi fulla réttarfarslega kröfu til að láta landhelgi sína ná yfir allt íslenzka landgrunnið, og fylgir þeim hluta kort með dýptarlitum af hafsvæðinu milli Grænlands og Bretlands- eyja. Þá eru einnig þverskurðarkort, er sýna, hvernig fsland rís upp af neðansjávarhryggnum þar á milli. Siðast er kort, er sýnir vita og fiskimið við strendur landsins. Því er ekki að leyna, að eflaust mætti skrifa margt fleira um landhelgismálið en gert er í þessari bók en þó nær hún fyllilega tilgangi sínum að veita nokkra fræðslu um það og hvetja þjóðina til samtaka í málinu. Með þessari bók er bætt úr brýnni þörf al- mennings á að fá heildaryfirlit um stærstu atriðin í sögu málsins, en glöggt yfirlit hefur oft meira gildi en langlokulegar ritsmiðar. Nú á öld hraðans gefur fólk sér yfirleitt ekki tíma til að lesa lang- dregin rit um málefni, hver sem þau eru. Bókin er skrifuð af áhuga á málefninu og sterkri trú á málstað íslenzku þjóðarinnar. Hver íslendingur, sem vill kynna sér hana, ætti því að lesa þessa bók. Þeirri stund væri vel varið. Hafi svo Þorkell Sigurðsson þökk fyrir framtakssemina. Sigurður Kristinsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.