Menntamál - 01.04.1956, Page 128
122
MENNTAMÁL
fjöldi stundakennara. Nemendur sennilega um 9 þúsund alls. (Skóla-
árið 1954—1955 voru þeir tæp 8800).
2. Byggingar: Fjárveiting til byggingar barnaskóla og gagnfræða-
skóla var rúmlega 100% hærri á þessu ári en síðasta ár. Aðallega var
því fé varið til skóla, sem voru í smíðum 1954. — Alls voru tekin í notk-
un 6 ný barnaskólahús á síðasta skólaári og nýtt hús fyrir iðnskóla í
Reykjavík. Ennfremur íbúðarhús fyrir rektora menntaskólanna í
Reykjavík og Laugarvatni. — Byrjað var á nýju barnaskólahúsi í
Reykjavík, heimavistarhúsum og kennaraíbúðum við héraðsskólann á
Núpi og að Skógum undir Eyjafjöllum. — Á nokkrum stöðurn var lok-
ið undirbúningi að byggingu nýrra barnaskóla.
3. Nýir skólar: a) Matreiðslu- og framreiðsluskóli tók til starfa í
haust í Sjómannaskólahúsinu í Reykjavík. b) Nýr heimavistarbarna-
skóli tók til starfa í Svarfaðardal og tveir nýir barnaskólar 1 Reykjavík.
4. Námskeið í heimahjúkrun fyrir iþróttakennara í Reykjavík og
nágrenni var haldið í september. Kennslu annaðist heilsuverndar-
hjúkrunarkona Rauðakross íslands.
Námskeið fyrir leiðbeinendur i knattspyrnu fór fram við íþróttakenn-
araskóla íslands. Aðalkennari var Karl Guðmundsson. Sbr. einnig
Menntamál 1955, bls. 280.
5. Orlof fengu 11 kennarar á þesu ári, 6 frá framhaldsskólum og
5 frá barnaskólum. Dveljast þeir nú flestir við nám ytra, eða eru á
förum. — Áður liafa 37 kennarar — 21 írá barnaskólum og 16 frá
framhaldsskólum fengið orlof skv. heimild fræðslulaganna frá 1946.
6. Gjöld vegna skólamála 1954: Árið 1954 varð kostnaður við
skólahald á íslandi kr. 64.762.500.00. Sama ár voru heildarútgjöld
ríkissjóðs 443.6 miljónir króna. Hvort tveggja tölur eins og þær hafa
reynzt endanlega, en ekki áætlun í fjárlögum.
7. Ýmislegt: Aldrei hefur gengið eins treglega og í liaust að fá
kennara að barnaskólum og gagnfræðaskólum. Hafa aldrei verið ráðn-
ir jafnmargir kennarar og nú, sem ekki hafa kennarapróf, að skólum
Jiessum. Komið var langt fram í nóvember, Jiegar búið var að ráða
kennara að öllum skólunum.
30. desember 1955.
ÚTGEFANDl: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG
LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Ritstjóri: Broddi Jóhannesson.
Afgreiðslu og innheimtu annast Pálmi Jósefsson. Pósthólf 616.
PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.