Menntamál - 01.08.1966, Page 14
100
MENNTAMÁL
SVEINBJÖRN BJÖRNSSON, eðlisfrœðingur:
Samanburður á námi
í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði í dönskum,
norskum og íslenzkum unglinga- og gagnfræðaskólum.
Sveinbjörn Björnsson er fædd-
ur í Reykjavík 29. okt. 1936.
Hann lauk stúdentsprófi frá
M. R. árið 1956, fyrrihlutaprófi
i verkíræði við H. í. 1959 og
diplomprófi í eðlisfræði við
tækniháskólann í Aachen í V.-
Þýzkalandi árið 1963. Frá árinu
1963 hefur Sveinbjörn starfað
hjá Jarðhitadeild Raforkumála-
skrifstofunnar. Hann hefur mik-
ið fengizt við rannsóknir á
geislavirkum gastegundum í
jarðvegi og rafsviðsmælingar, m.
a. í Surtsey, en um hið fyrr-
nefnda hefur hann ritað greinar
í erlend verkfræðitímarit. Svein-
björn kenndi eðlisfræði við
Tækniskóla íslands 1964—66 og
aflfræði við Háskóla íslands
1965-66.
Sveinbjörn hefur komið mjög við sögu hins unga íslenzka tækni-
skóla. Auk þeirrar greinargerðar, sem hér birtist, reit hann ásamt
Helga Gunnarssyni tæknilræðingi skýrslu um uppbyggingu, námsfyrir-
komulag og kennsluhætti tækniskóla í Danmörku, Noregi og Vestur-
Þýzkalandi, eftir að þeir félagar höfðu kynnt sér þessi mál á vegum
O.E.C.D. Ennfremur réði Sveinbjörn ásamt Páli Theodórssyni eðlis-
fræðingi tilhögun og útbúnaði hinnar frábæru eðlisfræðistofu skólans.
Sveinbjörn Björnsson.