Menntamál - 01.08.1966, Page 16
102
MENNTAMÁL
II. SAMANBURÐUR Á NÁMI.
A. Skólakerfi.
Mynd 1 sýnir yfirlit yfir þann hluta skólakerfisins, sem
hér kemur við sögu.
I Danmörku nær barnaskólinn yfir 7 ár, en síðan geta
nemendur valið um verknám, sem tekur 2 ár, eða gagn-
fræðanám. Eftir 2R (9 ár) eiga nemendur þess kost að
flytjast í menntaskóla, ef þeir óska, og tekur menntaskóla-
nám að stúdentsprófi 3 ár.
Aðrir eiga kost á tvenns konar gagnfræðanámi í eitt ár
enn, sem lýkur með almennu gagnfræðaprófi (AR) eða
gagnfræðaprófi raungreina (TR). Gagnfræðapróf raun-
greina ásamt nægri verklegri þjálfun veitir réttindi til inn-
göngu í undirbúningsdeild tækniskóla (adgangskursus), sem
er 10 mánaða nám. Próf úr þeirri deild veitir réttindi til
inngöngu í tækniskóla, en hann er 3 ára nám.
í Noregi er skólaskylda 9 ár. Á síðustu þremur árum
námsins geta nemendur valið um mismunandi námsefni
í hverri námsgrein. Plan I er lágmarkskrafa um námsefni,
en Plan II og Plan III eru erfiðara námsefni. Við inngöngu
í menntaskóla og tækniskóla er krafizt erfiðasta námsefnis
úr 9. bekk. Auk þess krefst tækniskólinn verklegrar þjálf-
unar. Menntaskóli og tækniskóli eru síðan 3 ára nám.
Á íslandi er skólaskylda 8 ár. Barnaskóli er 6 ár, en síð-
an tekur við unglingadeild 2 ár. Að loknu unglingaprófi
geta nemendur valið um landspróf eða þrenns konar gagn-
fræðanám, almennt nám, verzlunarnám og verknám.
Landspróf (9. ár) veitir réttindi til inngöngu í mennta-
skóla, en nám þar til stúdentsprófs tekur 4 ár, eða einu
ári lengri tíma en í Danmörku og Noregi.
Gagnfræðaprófi er lokið úr IV. bekk (10. ár) og veitir
það, ásamt nægilegri verklegri þjálfun rétt til inngöngu í
forskóla tækniskólans. Sveinspróf veitir sömu réttindi, og
er iðnnám raunar sú leið, sem flestir námsmenn fara hér