Menntamál - 01.08.1966, Page 42
128
MENNTAMÁL
m. a. kröfu um launakerfi með hærri byrjunarlaunum og
styttri biðtíma til fullra launa (sem er nú 21 ár).
Kennarar hafa ekki síður en aðrar stéttir eðlilegan áhuga
á og fulla þörf fyrir styttan vinnutíma, mælti formaðurinn
með þunga í setningarræðunni. (Danskir kennarar hafa nú
32 stunda kennsluskyldu á viku). Og þingið fól stjórninni
að reyna allar færar leiðir til að fá stytta kennsluskylduna.
Gestir frá öllum Norðurlöndunum nema Finnlandi sóttu
þingið. Fulltrúi S.Í.B. var Hjörtur Þórarinsson, skólastjóri
á Kleppjárnsreykjum.
Svíþjóð
Sœnskir kennarar sameinast.
Fyrir þrem árum síðan sameinuðust Sveriges Folkskol-
lárarförbund og Sveriges Folkskollárarinneförbund í einum
samtökum undir nafninu Sveriges Lárarförbund. Einingar-
hugmyndin hefur haldið áfram að þróazt þar í landi, og
á þingum sínum í Stokkhólmi 20,—22. júní í sumar sam-
þykktu Sveriges Lárarförbund og Sveriges Smáskollárarför-
bund, að undangengnum víðtækum umræðum og atkvæða-
greiðslum í svæðafélögunum, að slá saman reitum sínum
og stofna eitt samband — hið stærsta á Norðurlöndum með
42000 félögum. Enn er eftir að ganga frá ýmsum skipulags-
atriðum fyrir sameininguna, en bæði samböndin munu
halda aukaþing 2. október m. a. til að ganga frá þeim mál-
um, svo að hið nýja samband, sem ráðgert er að stofna
þann 3. október, geti tekið til starfa í ársbyrjun 1967.
Nýir kjarasamningar i Svípjóð.
Árið 1965 fengu sænskir kennarar (eins og aðrir ríkis-
starfsmenn) fullkominn samningsrétt. í sænsku löggjöfinni
eru engin ákvæði um gerðardóm. Aðilar skulu halda áfram