Menntamál - 01.08.1966, Page 44
130
MENNTAMÁL
og smábarnakennarar (kennarar við lágstadiet), æíingakenn-
arar, kennarar afbrigðilegra barna, adjunktar og lektorar
hækka um einn launaflokk. Þetta þýðir, að í ár hækka laun
30 þúsund kennara af 50 þús. um a. m. k. 11%.
Þing alþjóðasamtakanna
Að venju héldu IFTA (Alþjóðasamband barnakennara)
og FIPESO (Alþjóðasamband framhaldsskólakennara) þing
sín samtímis og með sameiginlegri þingsetningu og þing-
slitum. Fundarstaður var í ár Kongresshalle í Vestur-Berlin,
og stóðu þingin yfir dagana 25.-28. júlí.
IFTA
Eftir að forseti IFTA,
Skotinn James T. Cree, >
hafði sett þingið flutti aðal-
framkvæmdastjórinn, R.
Michel frá Sviss, ársskýrslu
stjórnarinnar. Að því
loknu var tekið fyrir höf-
uðviðfangsefni þingsins:
Skólinn og félagslegt um-
hverfi barnsins.
í Mannréttindayfirlýs-
ingu Sameinuðu þjóðanna,
sem samþykkt var af Allsherjarþinginu árið 1948, segir, að
allir skuli hafa rétt til menntunar. Á IFTA jringinu í
Amsterdam árið 1950 var samþykkt krafa um, að öll börn
skuli hafa rétt til „ókeypis menntunar á öllum skólastig- ^
um í samræmi við hæfileika sína“.
I orði kveðnu er þessi réttur hvarvetna viðurkenndur,
en það skortir enn mikið á fulla framkvæmd. Eins og