Menntamál - 01.08.1966, Page 49
MENNTAMÁL
135
1. Nauðsyn er á samstarfi heimilis og skóla í því skyni
að varðveita hin almennu og viðurkenndu verðmæti, —
friðhelgi mannsins og virðingu fyrir manngildinu, um-
burðarlyndi, sjálfsstjórn og hollustu hvers manns gagn-
vart samborgurum sínum. Foreldrar og kennarar skyldu
ganga á undan með góðu eftirdæmi í þessum efnum.
2. Allir nemendur skyldu eiga kost nauðsynlegrar umönn-
unar og aðstoðar,
a) svo að þeim megi lærast sem bezt að sigrast á erfið-
leikum sjálfra sín og einkavandamálum,
b) svo að þeim megi takast að velja sér námsgreinar
innan skólans á sem heppilegastan hátt, þar sem
um valfrjálsar greinar er að ræða,
c) og svo að þeir megi reynast þess umkomnir síðar
meir að velja sér rétta leið menntunar og kjósa
sér starfssvið samkvæmt hæfileikum sínum og að-
stæðum.
Kennaranum er sérstök ábyrgð á höndum, er hann
leiðbeinir nemanda um val námsgreina, bendir for-
eldrum á skilyrði menntunar og starfsnáms og ræðir
um mikilvægi uppeldisins í nútíma þjóðfélagi. For-
eldrar og nemendur ættu að eiga kost sérfræðilegrar
ráðlagningar af hálfu skólans um menntun og starfs-
val, svo og sálfræðilegrar leiðbeiningar og aðstoðar.
V. í uppeldis- og fræðslumálum er því aðeins góðs árang-
urs að vænta, að bæði heimili og skóli geri sér Ijóst hlut-
verk sitt og starfi saman í þágu barnanna.