Menntamál - 01.08.1966, Page 55
MENNTAMÁL
141
Ýmsar leiðir eru fyrir kennarann til að skerpa athyglis-
gáfu nemenda og tengja athuganir þeirra ímyndunarafli og
tilfinningum. Nærfærnar athugasemdir hans um athugunar-
efnið eru mikils virði. Að góðu gagni koma einnig spurn-
ingar, sem vekja til umræðna og umhugsunar, t. a. m.:
„Hvaða áhrif hefur þetta á þig?“ eða „Á hvað minnir
þetta?“ Slíkar spurningar leggja áherzlu á persónulegt við-
horf til hluta og fyrirbæra, sem aftur er undirstaða sjálf-
stæðrar tjáningar; þær þroska næmi fyrir samlíkingum, lif-
andi samanburði, þess einkennis mannlegrar hugsunar og
máls, sem bezt höfðar í senn til raunsýni og ímyndunar.
Þroskun orðnœmis, næmleika fyrir orðum, er annar þátt-
ur forþjálfunar fyrir tjáningu í riti. Slíkan næmleika rná
þroska hjá börnum m. a. með rímorðum og flokkun orða
eftir merkingum og áhrifavaldi þeirra. Til að mynda mætti
spyrja, hvaða orð börnin þekki til að tjá gleði, reiði, van-
þóknun, hrifningu o. s. frv. Vel sagðar setningar og skrán-
ing þeirra í minnisbók stuðla einnig að því að þroska mál-
vitund barna.
Þroskun áhuga fyrir góðum bókmenntum er og veiga-
mikill þáttur þessa undirbúningsskeiðs. Sögur og ljóð, sem
börnin lesa sjálf eða kennarinn les fyrir þau, hlúa að hneigð
til að skrifa á eigin spýtur. Góðar bókmenntir þroska næmi
barna fyrir hrynjandi, kenna þeim að njóta orða sjálfra
þeirra vegna, auk þess sem þeim lærist, að góð er t. d. sú
saga, sem er einlæg, einföld, skýr og persónuleg að efni,
þannig að lesandinn finni þar eitthvað af sjálfum sér,
eigin reynslu sinni. Kennarinn getur leitt börnin til skiln-
ings á þessu með því að vekja sérstaka athygli þeirra á
málsgreinum, sem öðrum fremur einkennast af einlægni og
skýrleik, og með því að hjálpa þeim að átta sig á skyld-
leika einhvers í sögu við þeirra eigin reynslu.
Ég hef nú minnzt á, að þroskun hlutskynjunar, athyglis-
gáfu og næmleika fyrir orðum og góðum bókmenntum séu
nauðsynlegir þættir forþjálfunar eða undirbúnings undir