Menntamál - 01.08.1966, Page 63

Menntamál - 01.08.1966, Page 63
MENNTAMÁL 149 vera kennaranum vísbending um að örva þá til aukinna samskipta í samtölum og viðræðum. Æskilegast er að kennarinn geti gefið sér góðan tíma til að fjalla um ritsmíðar nemendanna í áheyrn þeirra allra. Les hann þá ritsmíðarnar eða kafla úr þeim upphátt eða fær höfunda þeirra til þess, gerir athugasemdir og ber fram spurningar. í athugasemdum sínum bendir hann fyrst og fremst á hver sé aðalhugmynd hverrar ritsmíðar og hvernig höfundi hafi tekizt að koma henni til skila. Auk þess vekur hann athygli á sjálfri framsetningunni, orðavali og setn- ingaskipan. Ber þá að lofa ekki síður en gagnrýna eftir því sem tilefni gefast. Með spurningum sínum og athugasemdum skyldi kenn- arinn einkum stefna að því að glæða skilning nemenda á fjórum meginreglum, sem liggja til grundvallar góðri máls- notkun, jafnt í ræðu og riti. Reglur þessar mætti orða svo: 1) Vertu athugull um orðaval, notaðu aldrei óljós orð, nema skýra þau með öðrum nákvæmari; 2) vertu einlægur, skrifaðu eins og þér býr í brjósti; 3) vendu þig á að styðja fullyrðingar þínar heimildum og geta þess sérstaklega, ef um eigin skoðun þína er að ræða; 4) reyndu að sneiða hjá tízkuorðum og stjörfum, útslitnum orðatiltækjum. Brýnt skal fyrir nemendum að nota gætilega orð eins og aldrei, alltaf, allir eða enginn. Ef kennari miðar spurningar sínar og leiðbeiningar við þessi meginatriði fer ekki hjá því, að nemendur leggi meiri hugsun, meiri vinnu í ritsmíðar sínar. Ritsmíðum barna ætti að safna í möppur og liafi hvert barn eigin möppu. Áður en gengið er frá þeim þar, ætti að hjálpa hverju barni, er þess þarf með, að gefa ritsmíð sinni endanlegt form. Ungum nemendum og þeim eldri, sem eru seinþroska, nýtist sérhjálp bezt. Kennari les þá með barninu upphátt ritsmíð þess til að finna, hvort þar sé allt sagt, er ætlað var. Ef hugsun er óskýr, hjálpar kenn- arinn barninu að hugsa hana að nýju og setja skýrar fram.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.