Menntamál - 01.08.1966, Page 64
150
MENNTAMÁL
Leiðréttingar allar verða að vera í samræmi við þroskastig
barnsins. Ritsmíðar þroskaðri nemenda getur kennarinn
leiðrétt við hentugleika og skilað þeim síðan til hreinrit-
unar. Verður kennarinn að útskýra vandlega fyrir nemend-
um táknakerfi það, sem hann notar við leiðréttingarnar.
Athugasemdir, sem kennarinn skrifar við ritsmíðar nem-
enda, skulu einkum varða kröfur um skýrleik og nákvæmni.
Ég vil nú til glöggvunar draga saman nokkur meginatriði
þess, sem fram hefur komið:
1: Marklítið er að tala urn ritgerðasmíð án tilvísunar til
ritþjálfunar nemenda í heild.
2: Megintilgangur ritþjálfunar er þroskun sköpunargáfu
sérhvers nemanda og þar með andlegs sjálfstæðis hans.
3: Ritþjálfun má skipta í tvö stig eða skeið: forþjálfun
og eiginlega ritþjálfun (ritunarskeið).
4: Forþjálfunarskeiðið hefjist þegar í upphafi skólagöngu.
Meginverkefni þess er æfing munnlegrar tjáningar, sem stig
af stigi fær útfærslu í skriflegri tjáningu.
5: Nauðsynlegir þættir forþjálfunar eru: þroskun hlut-
skynjunar, athyglisgáfu og næmleika fyrir orðum og góðum
bókmenntum; talæfingar af ýmsu tæi, umræður og munn-
leg samning.
6: Leggja skal áherzlu á heiðarlega og einlæga tjáningu,
sem verður bezt tryggð með því að nemendur styðjist sem
mest við eigin reynslu við öflun liugmynda, einkum á for-
þjálfunarskeiði og fyrri hluta ritunarskeiðs. Með tímanum
skal nemendum og kennt að notfæra sér bækur og aðrar
heimildir við samningu ritsmíða.
7: Mestu skiptir, að hjá nemendum mótist þegar á for-
þjálfunarskeiði virkt, jákvætt viðhorf til sjálfstjáningar,
jafnt í ræðu og riti.
Framhald.