Menntamál - 01.08.1966, Page 65
MENNTAMÁL
151
Frá L.S.F.K.
11. ping Landssambands framhaldsskólakennara var hald-
ið dagana 10., 11. og 12. júlí s.l.
Þingið gerði eftirfarandi samþykktir:
Skólamdl.
11. þing L.S.F.K. ályktar, að menntun æskufólks í nú-
tíðar þjóðfélagi sé ein arðbærasta fjárfestingin og brýnust
nauðsyn þjóðar á leið til bættra lífskjara og fegurra mann-
lífs.
Starf skólans hlýtur því að teljast mikilvægt, þar sem
menntun æskufólks fer í vaxandi mæli fram innan veggja
hans.
Til þess að skólinn sé fær um að inna sitt hlutverk af
höndum verður að gæta þess vel, að ytri sem innri aðbún-
aður skólans sé ávallt í fullu samræmi við kröfur og þarfir
þjóðfélagsins varðandi uppeldis- og menntunarstörf skólans.
Verður hér bent á nokkur atriði, sem ætla má að gerðu
skólann færari til að ná þeim tilgangi sínum að mennta
og göfga æskuna, og er Landssamband framhaldsskólakenn-
ara reiðubúið að veita allt það lið, sem því er auðið, til
úrbóta.
1. Gerð verði nákvæm athugun á því, hvers þjóðfélagið
þarfnast af skólans hálfu í fræðslu- og uppeldisstörfum.
2. Félagsmál barna og unglinga verði meira tengd skól-
unum en nú er, svo að auðveldara verði að tryggja það,
að enginn verði félagslega afskiptur og engum ungl-
ingi ofþyngt með óhóflegu félagsstarfi. Nauðsynlegt er
að félagsstörf séu metin til jafns við aðra kennslu.
3. Hraðað verði meir en nú er byggingu skólahúsnæðis
og þess gætt, að skólahús fullnægi kröfum nútímans