Menntamál - 01.08.1966, Page 73
MENNTAMÁL
159
Fulltrúaþing S.Í.B.
Nítjánda fulltrúaþing S.Í.B. var haldið í Melaskólanum
í Reykjavík dagana 3.-5. júní sl.
Formaður sambandsins, Skúli Þorsteinsson námsstjóri,
setti þingið með ræðu og bauð velkomna þingfulltrúa og
gesti. Hann minntist í upphafi tveggja látinna félaga,
þeirra Helga Hjörvars skrifstofustjóra og Stefáns Jónssonar
rithöfundar, en þeir komu báðir mjög við sögu S.Í.B.
Formaður ræddi síðan starfsemi sambandsins á liðnu kjör-
tímabili. Hann lýsti vonbrigðum stéttarinnar með síðasta
úrskurð Kjaradóms og kvað launakjör stéttarinnar allsendis
óviðunandi. Þrátt fyrir stóraukna aðsókn að K.í. eru 14.5%
kennara við barnaskólana réttindalausir. Það eru bágborin
kjör kennara, sem viðhalda kennaraskortinum, sagði Skúli.
Breyttir þjóðfélagshættir gera meiri kröfur til kennara
en nokkru sinni fyrr. Þess vegna verður að búa vel að
Kennaraskóla íslands. Reisa verður án tafar æfinga- og til-
raunaskóla.
Námsefni og fræðsluháttum þarf sífellt að breyta til sam-
ræmis við atvinnu- og þjóðfélagsþróun. Því ber að fagna
ráðningu sérfræðings til vísindalegra skólamálarannsókna,
sem vonandi er upphaf aðgerða á þessu sviði.
Framundan er ósleitileg barátta fyrir alhliða framförum
í skólamálum og kjaramálum stéttarinnar, sagði formaður-
inn að lokum.
Við þingsetningu ávarpaði dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra þingið. Hann þakkaði kennurum ánægjulegt
samstarf þann áratug, sem hann hefur gegnt ráðherrastörf-
Um, og árnaði þinginu heilla. Ennfremur fluttu ávörp:
Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Kristján Thorlacius for-