Menntamál - 01.08.1966, Page 99
MENNTAMÁL
185
7. Árslaun barnakennara skulu miðuð við 9 mánaða
kennslutíma, en lækka um ^/x-2 heildarárslauna fyrir
hvern mánuð, sem kennslutíminn er skemmri.
Laun skólastjóra barnaskóla, sem starfa í 8 mán., skal
miða við 9 mán. starf.
Laun skólastjóra barnaskóla, sem starfa í 7 mán., skal
miða við 8 mán. starf.
Laun skólastjóra barnaskóla, sem starfa í 6 mán., skal
miða við 7 mán. starf.
Sé árlegur starfstími skóla styttri en 6 mánuðir, skulu
laun vera hlutfallsleg miðað við 6 mánaða skóla.
Önnur starfskjör:
1. Greiða skal föstum kennurum sem yfirvinnu allar þær
kennslustundir, sem þeir kenna umfram vikulega
kennsluskyldu, þótt unnar séu á daglegum starfstíma
skólans. — Allar kennslustundir, sem falla utan hins
daglega starfstíma skólans, þar með taldir matartímar,
enda þótt um skyldukennslu sé að ræða, skal greiða með
fullu yfirvinnukaupi.
2. Matartími skal vera milli kl. 12.00 og 13.00. Með sam-
komulagi skólastjóra og kennara er þó heimilt að stytta
matartíma, enda sé það samþykkt af stjórn S.Í.B. Kaffi-
tímar skulu vera 2 alla daga vikunnar nema 1 á laugar-
dögum, 15 mínútur í hvert skipti. Til kaffitíma skal
verja 10 mínútna frímínútum og 5 mínútum af aðliggj-
andi kennslustund eftir nánari ákvörðun skólastjóra og
kennara. Kennurum, sem annast vörzlu eða kennslu í
áðurgreindum kaffitímum, skal greitt fyrir þá vinnu 1/3
úr kennslustund með yfirvinnukaupi.“
Lillögunum fylgdi alllangur rökstuðningur. Einnig fylgdi
samanburður á launum barnakennara á íslandi og öðrum
Norðurlöndum, svo og samanburðartafla, sem sýndi, að