Menntamál - 01.08.1966, Page 100
186
MENNTAMÁL
norskir barnakennarar eru í mun hærri launaflokki í norska
launakerfinu en íslenzkir barnakennarar í því íslenzka. Tafla
þessi sýndi m. a., að íslenzkum barnakennurum án viðbótar-
menntunar ætti að vera skipað 3—7 flokkum hærra miðað
við stöðu norsku barnakennaranna.
Aðildarfélög B.S.R.B. áttu að skila tillögum sínum til
Kjararáðs fyrir 1. des. 1964. Þetta mun þó hafa dregizt, því
að nokkur félög sendu ekki tillögur sínar, fyrr en nokkru
eftir áramót.
19. maí 1965 sendi Kjararáð frá sér til aðildarfélaganna
frumdrög að tillögum um kröfugerð um skipan starfsheita
í launaflokka. í frumdrögum þessum var lagt til, að barna-
og framhaldsskólakennarar með almennu kennaraprófi eða
kennaraprófi í sérgrein taki laun samkvæmt 18. launaflokki.
Ennfremur segir svo í tillögunum:
„Barnakennarar með almennu kennaraprófi eða kennara-
prófi í sérgrein settir í a. m. k. tvö skólaár eða skipaðir fyrir
1. jan. 1966 skulu eiga kost á námskeiði, sem menntamála-
ráðherra setur reglur um að fengnum tillögum S.I.B., og
flytjast í 20. launafl. frá 1. jan. 1966, ef þeir skila tilskyld-
um námsárangri. Kennari, sem ekki hefur átt þess kost að
sækja slíkt námskeið fyrir upphaf skólaárs 1966, skal fá
greitt kaup í 20. launafl. frá 1. jan. 1966.“
Stjórn S.Í.B. ræddi þessi frumdrög og sendi Kjararáði at-
hugasemdir sínar 26. maí. Þar segir svo m. a.:
„Að því er varðar frumdrög þau að kröfugerð, er nú
liggja fyrir, hafa orðið á stór mistök um skipan starfsheita
í launaflokka. Gömul og ný starfsheiti skjóta þar upp koll-
inum á ólíklegustu stöðum án rökrænnar skýringar á því,
hvers vegna þau eru þar komin. Getur hver sem er gengið
úr skugga um þetta með því að bera frumdrög Kjararáðs
saman við starfsheiti Kjaradóms frá 3. júlí 1963, þótt engin
nöfn verði hér nefnd. Menntunarsjónarmiði virðist t. d.
aðallega eða eingöngu beitt við röðun tiltölulega fárra
starfsheita, þ. á m. kennara, en samhliða og ofar þessum