Menntamál - 01.08.1966, Blaðsíða 111
MENNTAMÁL
197
undanfarin 10 ár, lét af því starfi, Var Þorsteinn Sigurðs-
son kennari ráðinn ritstjóri í hans stað. Þá lét Pálmi Jósefs-
son skólastjóri af störfum sem afgreiðslumaður eftir ára-
tuga starf, en við tók Ársæll Sigurðsson og gegndi starfinu
til sl. áramóta, en þá tók Svavar Helgason við. Einnig var
kosin ný ritnefnd. Menntamál hafa átt við mikla fjárhags-
örðugleika að stríða. Ú tgáfukostnaður ritsins hefur þrefald-
azt síðan 1963. Óhjákvæmilegt reyndist að nota heimild
síðasta fulltrúaþings og hækka áskriftargjald um 50,00 kr.
á sl. ári. Er fyrirsjáanlegt, að enn verður að hækka framlag
kennarasamtakanna til ritsins á þessu ári.
i) Erindrekstur — ráðstefnur. Að venju bárust óskir frá
nokkrum kennarafélögum um, að stjórn S.Í.B. sendi full-
trúa á fundi þeirra til að skýra frá gangi launa- og kjara-
mála barnakennara. Formaður sambandsins, Skúli Þor-
steinsson, sótti fundi á Austurlandi og Akureyri, Ársæll Sig-
urðsson í Reykjavík og Páll Guðmundsson í Kópavogi.
Allmörg boð hafa borizt um að senda fulltrúa á þing og
ráðstefnur kennara á Norðurlöndum. Ekki var unnt að
þiggja öll þessi boð, en sambandsstjórn fékk eftirtalda menn
til að vera fulltrúa sína erlendis:
Helgi Elíasson, fræðslumálastj., sótti formannaráðstefnu
kennarasamtaka Norðurlanda, sem haldin var í Danmörku
árið 1964.
Skúli Þorsteinsson og Helgi Elíasson voru viðstaddir 150
ára afmælishátíð skólatilskipunarinnar í Danmörku 1964.
Ásthildur Sigurðardóttir sat 150 ára afmælishátíð félags
kennslukvenna í Kaupmannahöfn 1966.
Hjörtur Þórarinsson sat fulltrúaþing danska kennarasam-
bandsins í Kaupmannahöfn 1966.
Þá hefur sambandsstjórn ákveðið að senda Skúla Þor-
steinsson sem fulltrúa á þing Alþjóðasambands barnakenn-
ara (IFTA), sem haldið verður í V.-Berlín í júlí í sumar.
Hefur verið sótt um styrk til menntamálaráðuneytisins
vegna þessarar ákvörðunar.