Menntamál - 01.12.1969, Side 3
MENNTAMÁL
XLII ÁRG. 3
SEPTEMBER—DESEMBER
1969
Helga Einarsdóttir kennari:
Miðbæjarskólinn kvaddur
Árið 1968 voru 70 ár liðin, síðan skólastarf Iiófst í Mið-
bæjarskólanum. Stofnunin er þó mun eldri, þar sem saga
skólans hefst í rauninni, er fyrsta barnaskóla í Reykjavík
er komið á fót. Var það árið 1830. Stofnskrá þess skóla er
til enn, rituð á danska tungu. Skyldi skólinn einkum ætl-
aður börnum betri borgaranna, en þó ekki útilokað, að
börn úr alþýðustétt gætu notið tilsagnar, ef hægt væri að
láta eldri börnin, sem bezt voru að sér, kenna hinum undir
eftirliti kennara. Stofndagur þessa skóla var valinn 28. jan.
1830. Þótti hann vel til fundinn, þar eð hann var afmælis-
dagur konungs vors, Friðriks 6. Forstöðumaður þessa skóla
vaið Ólafur E. Hjaltested, en árið 1840 tók við skólanum
Pétur Guðjohnsen, sem mun vera fyrsti Islendingur með
kennaraprófi, er stundaði barnakennslu hér á landi. Hafði
hann lokið prófi lrá Kennaraskólanum í Jonstrup.
í fyrstu naut skóli þessi styrks úr Thorkillie-sjóðnum, en
árið 1848 svipti stiftamtnraður skólann styrknum. Lagðist
nú skólinn niður, og starfaði enginn barnaskóli í Reykjavík
um hríð. Árið 1853 lagði stjórnin fram frumvarp á Alþingi
um stofnun barnaskóla í Reykjavík, og 12. desember 1860
var loks gefin út tilskipun um stofnun barnaskóla. Urn-
ræður á Alþingi um þetta mál sýndu, að menn voru ekki
14