Menntamál - 01.12.1969, Side 7
MENNTAMAL
213
væru oít köld á höndum og liði illa, enda stuðlaði þessi
búningur oft að ýmsum sjúkdómum, t. d. blóðleysi, sem
magnaðist mjög. Sagðist málflytjandi hafa fengið stúlkurn-
ar í sínum bekkjum til þess að hai'a prjónaermar við þessa
ermastuttu kjóla! — Hætt er við, að unga kynslóðin okkar
gerði sig ekki ánægða með slíkar prjónaermar.
í stundahléum áttu stúlkurnar að leika sér sarnan á
leiksvæðinu, þar máttu drengir ekki nærri koma. En oft
virðist það hafa gengið erfiðlega. Á fundi í kennarafélag-
inu í marz 1918 berst talið að umsjón á leikvellinum og
að erfítt sé að halda stúlkunum öðrum megin og drengj-
ununr hinum rnegin, en mætti þó takast, ef allir væru
nógu vel samtaka.
Á þessum árum var dregið af kaupi kennara, ef þeir voru
veikir, og á fundi í marz 1923 er þetta mál rætt. Þar er
bent á þörf þess, að skólastjóri haldi skýrslur um veikinda-
forföll kennara. En þá væri einnig full þörf á því, að safna
um það skýrslum, hve oft kennarar kæmn og hefðu komið í
skólann meira og minna lasnir, jafnvel svo, að þeir að
réttu lagi hefðu átt að liggja rúmfastir, en færu samt í
skólann vegna trúmennsku sinnar og af skyldurækni við
starfið. Enda væri skemmst að minnast þess, er kennari
liefði farið heim úr hálfnaðri kennslustund, til þess að
leggjast — og deyja. Þó væri ókunnugt um það, hvort
kaupið hefði verið dregið af honum lyrir þann helming
stundarinnar, sem eftir var!
Á árunum 1945—47 fór fram gagngerð viðgerð á skóla-
húsinu, þiljaðar voru kennslustofur og gangar með kross-
viði, „dagsljós" sett í húsið, báðar hæðir málaðar að innan-
verðn og leikfimissalur breyttur og bættur. Samkomusalur
var þá enginn í Miðbæjarskólanum, og var það mjög til
baga fyrir allt félagsstarf. Var því leikfimissalurinn hafður
til skemmtanahalds um jólin. Var það ærin fyrirhöfn og
nmstang að útbúa þar leiksvið á hverju ári. Árið 1949 var
samþykkt tillaga á fundi kennara, þar sem farið var fram