Menntamál - 01.12.1969, Síða 11
MENNTAMÁL
217
„Mér var ýtt út í þettaCí
— Viðlal við Pálma Jósefsson —
Síðastliðið vor lét Pálmi Jósefsson, skólastjóri Miðbœjar-
skólans, af störfum fyrir aldurs sakir. Pálmi var um aldar-
fjórðungs skeið einn helzti forystumaður liennarastéttarinn-
ar og kom mjög við sögu i uppeldis- og skólamálum þjóð-
arinnar á miklum breytingatima. Pálmi lél tilleiðast að
eiga viðtal við Menntamál i tilefni pessara timamóta.
— Þú ert gagnfræðingur frá Akureyri 1917. Geturðu
borið saman gagnfræðaprófið þá og nú?
— Nei, það er ekki liægt að bera það próf saman við
gagnfræðaprófið nú, en það gilti sem próf inn í 4. bekk
menntaskólans, senr þá var sex vetra skóli.
— Svo gagnfræðaprófið þá hefur verið miklu gildismeira
en nú?
— ]á, í ýmsum greinum að minnsta kosti. Þetta var
góður skóli, sem gegndi miklu menningarhlutverki.
— Manstu eftir kennurum þínum frá þessum tíma?
— Þar var Stefán Stefánsson skólameistari, hinn nrikli
skólamaður, ógleymanlegur kennari í náttúrufræði. ís-
lenzkukennari var séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, hinn
fjölfróði fræðinraður, að ýmsu leyti áþekkur séra Magnúsi
Helgasyni að persónuleika fannst nrér alltaf, öðlingur og
ljúfnrenni. Stærðfræðikennari var afburða stærðfræðingur,
Þorkell Þorkelsson, seinna veðurstofustjóri. Árni Þorvalds-
son var enskukennari, kunnur enskumaður á þeirri tíð,
en dálítið sérkennilegur. Lárus Rist kenndi leikfinri. Hann