Menntamál - 01.12.1969, Page 14

Menntamál - 01.12.1969, Page 14
220 MENNTAMÁL — Já, vorið 1917 lýk ég gagnfræðaprófi, fer heim í sveitina og er fjögur ár heima, áður en ég fer í kennara- skólann. Að mestu leyti var það heimiliskennsla, sem ég var við, ég var þó einn vetur við farkennslu. — Hver var munurinn á svokallaðri heimiliskennslu og farkennslu? — Ja, heimiliskennslan var þannig, að húsbændur fengu menn til að kenna á heimilinu og báru allan kostnað af því sjálfir, en farkennslan var kostuð af hinu opinbera, ég fékk t. d. eina krónu á dag í kaup og auk þess frítt fæði. — Segðu mér meira af þessari farkennslu. — Það var náttúrlega ekkert skólalnis, reynt var að fá þau heimili til að taka farskólann að sér, sem höfðu bæði viðunandi húsnæði og annan aðbúnað. Heimilið varð að vera viðbúið að taka þá krakka, sem lengst áttu að sækja, í fæði og húsnæði. Þau gátu ekki gengið í skólann. Kenn- arinn fór svo á milli kenns-lustaða. Það var venjulega kennt hálfan mánuð í einu á hverjum stað. Kennsluáhöld voru nú ekki meiri en svo, að kennarinn bar þau í pokaskjatta á bak- inu. Bækur voru fáar. Þá var komin Litla náttúrufrœði Bjarna Sæmundssonar og Landafrœði eftir Karl Finnboga- son. Fyrsta Islandssagan, sem ég man eftir, var eftir Boga Melsteð. Þær voru raunar tvær; önnur var frá upphafi íslandsbyggðar, en hin byrjaði á siðaskiptunum. Þessar bækur héldust nú lengi, surnar áratugum saman, eins og Litla náttúrufræði Bjarna Sæmundssonar, sem kennd var í mörg ár, eftir að ég varð kennari hér syðra —• og eins Landafræði Karls Finnbogasonar. En íslandssögur Boga hurfu, þegar saga Jónasar Jónssonar kom út. — Hvernig var vinnutímanum háttað? Hvað var kennt lengi á dag? — I>að var miðað við svona fimm til sex tíma, en annars var þetta töluvert breytilegt. Kennarinn var þarna ein- valdur í sínu ríki, kenndi þá sjálfsagt stundum lengur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.