Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 24
230
MENNTAMÁL
arnir þéruðust, jafnvel þeir, seni höfðu verið samkennar-
ar urn áratugi. Og okkur rlatt náttúrlega ekki annað í hug
en þéra alla, hvort sem það var kvenmaður eða karlmaður,
og ógiftu kennslukonurnar voru alltaf kallaðar frökenar.
Margir af karlmönnunum buðu okkur þó dús, svo til
strax.
— Hvernig fannst þér nú að koma í þetta samfélag?
— Mér fannst ég vera anzi lítill karl. Maður var fákunn-
andi til að fara inn í skóla að kenna. Og bekkir voru nú
misjafnir, sumir erfiðir í stjórn. Ég byrjaði sem smíða-
kennari hjá Sigurði Jónssyni, sem varð skólastjóri þetta
haust. Þegar ég kom að heiman úr Eyjafirði um haustið,
átti ég ekkert starf víst. Kennarastöður lágu ekki á lausu
á þeim árum, nema farkennarastöður. Eini maðurinn úr
árganginum, er fékk fasta stöðu utan Reykjavíkur, var
Sigurvin Einarsson. Hann varð skólastjóri í Ólafsvík. Þeg-
ar Sigurður Jónsson bauð mér þessa kennslu var alveg
komið að Jrví, að ég gerðist heimiliskennari vestur á
Þingeyri við Dýrafjörð, hjá Proppé, sem þá var Jrar kaup-
nraður. Hann hafði beðið Magnús Helgason um að útvega
sér heimiliskennara, og séra Magnús var búinn að tala
við mig. Hefði það dregizt einum degi lengur, að mér væri
boðið starf í Miðbæjarskólanum, þá hefði ég farið Jrangað.
Og Jrá er ekki að vita, lrvar ég hefði lent. Svo ég kenndi
nú fyrsta árið ekkert nenra smíðar, og alltaf að einhverju
leyti fram til 1930.
— Fannst þér Jrú vera nægilega undir það búinn að
l'ara að kenna smíðar?
— Nei, fjarri Jrví, en ég lrafði lært sænskt kerl'i, svokall-
að Násslöyd, kennt við Nás í Svíjrjóð, hjá Gísla Jónassyni
og smíðað hlutina, svo Jretta var ekki sem verst. Geir Gígja
lryrjaði líka með að kenna snríðar Jretta haust. Þannig
stóð á Jrví, að Guðjón Guðjónsson, sem hafði kennt alla
handavinnu drengjanna, fór til útlanda til framhaldsnáms.
Geir lenti svo smátt og smátt alveg í smíðakennslunni, en