Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 25
MENNTAMAL
231
ég fór út úr henni. Nei, auðvitað kunni hvorugur okkar
mikið, en ég veit ekki, hvort við höfum verið nokkuð verr
að okkur í þessu en öðru.
— Hvernig voru nemendurnir á þessum tíma?
— Nú, þeir voru náttúrlega upp og ofan, en það var
eitt, sem skapaði þá meiri erfiðleika með sumar deildir,
það var fagkennslan. Það var allt tætt upp í fagkennslu.
Það vildi verða þannig, að enginn kennari bar í raun og
veru ábyrgð á deildinni. Bekkurinn var kannski ágætur
hjá einum kennaranna, en afleitur hjá öðrum. Sarna gilti
um einstaka nemendur. Þá voru gefnar einkunnir í hegð-
un. Voru oft harðar deilur um það á kennarafundum,
hvaða eínkunn þessi eða hinn nemandinn ætti að fá. Síð-
an hef ég alltaf haft hálfgerða andúð á hegðunareinkunn-
um. Það hafa auðvitað orðið breytingar á nemendunum
frá þessum tíma, enda ekki óeðlilegt, þar sem þjóðfélagið
hefur gjörbreytzt. Velmegun og velsækl hefur haldið inn-
reið sína, um langt skeið hefur engan skort mat eða klæði,
enda varð geysileg breyting á klæðaburði nemendanna,
þegar peningaflóðið kom í stríðinu. Þá hvarf þessi munur,
sem var hér áður fyrr, á almenningi og svokallaðri yfir-
stétt; þetta hefur jafnazt sem betur fer.
— Er munur á hegðun nemendanna nú og áður, t. d.
á fyrstu árunum þínum í Miðbæjarskólanum?
— Já, samskipti nemendanna innbyrðis hafa breytzt
mikið. Hér fyrr meir var það algéngt, að strákarnir flygj-
nst á í illu í frímínútunum og kennararnir yrðu að ganga
í að skilja þá. Það virtist vera meiri uppreisnarandi í þeim,
sem sennilega átti rætur sínar að rekja til misjafnrar jyjóð-
félagslegrar aðstöðu. Vera má, að þeim fátækari, sem voru
verr búnir, hafi lika verið strítt.
— Voru nemendur almennt bældari þá en nú?
— Það er náttúrlega talsverður munur á samskiptum
kennara og nemenda nú og þegar ég byrjaði kennslu. Það
var allt þvingaðra í gamla daga, meiri lormfesta. Allt þjóð-