Menntamál - 01.12.1969, Page 47

Menntamál - 01.12.1969, Page 47
MENNTAMÁL 253 Helzt vil ég nefna nokkur atriði frá fyrri árum sambands- ins, því þá var lagður grundvöllur margra mála, sem alltaf síðan hafa verið baráttumál stéttarinnar. Frumkvæði hefur stéttin og einstakir kennarar haft í flestri löggjöf, sem varðar kennslu og opinber afskipti af uppeldi barna, menntun kennara og kjörum. Á Alþingi 1928 eru sett lög um fræðslumálanefndir. í fræðslumálanefnd barnaskóla var fræðslumálastjóri, skólastjóri Kennaraskólans og stjórn S.I.B. Verkefni fræðslmnálanefndar var að gera tillögur um námsskrár, próf og daglegan kennslustundafjölda barnaskóla og löggilda námsbækur. Barnaskólunum er sett námsskrá 1929, og var hún í gildi þar til námsskráin, sem byggð var á fræðslulögunum 1946, gekk í gildi. Með lög- unum um fræðslumálastjórn 1930 er nafni þessarar nefnd- ar breytt í skólaráð. í þeim lögum eru sett ákvæði um nauð- syn námseftirlits. Um 1920 hafði skólanefnd falið Stein- grími Arasyni námseftirlit í Barnaskóla Reykjavíkur, en kennarar skólans snerust gegn því, svo að því var hætt eins og ég hef minnzt á áður. Á árunum fyrir og eltir 1930 voru lögð fyrir mörg landspróf til þess að kanna ástand kennslu og kunnáttu barna. Lögð voru f'yrir próf í lestri, hljóðlestri, skrift, málfræði, stílagerð, stafsetningu og reikningi. Var unnið úr þessum prófum og fékkst mikilsverð vitneskja um ástand skólamálanna. Ýttn þessar niðurstöður mjög undir endurskoðun fræðslulaganna. Eins og eðlilegt er hafa launa- og kjaramál verið ríkur þáttur í starlsemi S.Í.B. Launamálabaráttuna er ekki hægt að rekja, hún er löng og margþætt og stundum hefur verið rætt um að leggja niður vinnu, þótt ólöglegt væri, svo var t. d. á árunum eltir 1930. Fyrstu 20 ár launalaganna vorn gerðar smábreytingar til bóta á kjörum kennara, og upp úr 1940 voru gerðar ýmsar breytingar á launagreiðslum, t. d. var afnuminn að nokkru launamismunur á kaup- túnaskólum og kaupstaðaskólum. Um sama leyti var bið- tími til hámarkslauna styttur úr 15 árum í 9 ár. Svo komu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.