Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 47
MENNTAMÁL
253
Helzt vil ég nefna nokkur atriði frá fyrri árum sambands-
ins, því þá var lagður grundvöllur margra mála, sem
alltaf síðan hafa verið baráttumál stéttarinnar. Frumkvæði
hefur stéttin og einstakir kennarar haft í flestri löggjöf,
sem varðar kennslu og opinber afskipti af uppeldi barna,
menntun kennara og kjörum. Á Alþingi 1928 eru sett lög
um fræðslumálanefndir. í fræðslumálanefnd barnaskóla var
fræðslumálastjóri, skólastjóri Kennaraskólans og stjórn
S.I.B. Verkefni fræðslmnálanefndar var að gera tillögur
um námsskrár, próf og daglegan kennslustundafjölda
barnaskóla og löggilda námsbækur. Barnaskólunum er sett
námsskrá 1929, og var hún í gildi þar til námsskráin, sem
byggð var á fræðslulögunum 1946, gekk í gildi. Með lög-
unum um fræðslumálastjórn 1930 er nafni þessarar nefnd-
ar breytt í skólaráð. í þeim lögum eru sett ákvæði um nauð-
syn námseftirlits. Um 1920 hafði skólanefnd falið Stein-
grími Arasyni námseftirlit í Barnaskóla Reykjavíkur, en
kennarar skólans snerust gegn því, svo að því var hætt
eins og ég hef minnzt á áður. Á árunum fyrir og eltir
1930 voru lögð fyrir mörg landspróf til þess að kanna
ástand kennslu og kunnáttu barna. Lögð voru f'yrir próf í
lestri, hljóðlestri, skrift, málfræði, stílagerð, stafsetningu
og reikningi. Var unnið úr þessum prófum og fékkst
mikilsverð vitneskja um ástand skólamálanna. Ýttn þessar
niðurstöður mjög undir endurskoðun fræðslulaganna. Eins
og eðlilegt er hafa launa- og kjaramál verið ríkur þáttur
í starlsemi S.Í.B. Launamálabaráttuna er ekki hægt að
rekja, hún er löng og margþætt og stundum hefur verið
rætt um að leggja niður vinnu, þótt ólöglegt væri, svo var
t. d. á árunum eltir 1930. Fyrstu 20 ár launalaganna vorn
gerðar smábreytingar til bóta á kjörum kennara, og upp
úr 1940 voru gerðar ýmsar breytingar á launagreiðslum,
t. d. var afnuminn að nokkru launamismunur á kaup-
túnaskólum og kaupstaðaskólum. Um sama leyti var bið-
tími til hámarkslauna styttur úr 15 árum í 9 ár. Svo komu