Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 56
262
MENNTAMÁL
frjálsræði í vali námsefnis og unnt var. Deilan um tungu-
málakennsluna varð iíka mesti vandi þingsins.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir, að öllum
börnum yrði kennt eitt ókunnugt tungumál, og var gerð
tillaga um ensku í þessu sambandi, nánast með tilliti til nú-
verandi stöðu hennar sem heimsmáls. I rauninni urðu
engar deilur um þetta atriði. En þar sem tvær þjóðtungur
eru í Finnlandi, finnska og sænska, og þar eð Finnar hafa
mjög náin menningartengsl við norrænu þjóðirnar og við-
hald þessara tengsla er háð sænskukunnáttu, gerði ríkis-
stjórnin ráð fyrir ýmsum frávikum frá almennu reglunni.
Mikilvægast þessara frávika var, að í finnskumælandi skól-
um í stóru sveitarfélögunum skyldi annaðhvort veita
kennslu í ensku eða sænsku. Enn freniur tilkynnti ríkis-
stjórnin, að hún mundi gera sitt ýtrasta til að krafizt yrði
kunnáttu í tveim ókunnum tungumálum, ensku og hinu
innlenda málinu, af nemendum, sem kæmu úr grunnskól-
anum og hæfu nám í menntaskóla. Þetta hefði þýtt, að 70—
80% (93% af heildartölunni) af finnskumælandi börnum
stundaði nám í sænsku annaðhvort sem skyldunámsgrein
eða kjörgrein.
Þrátt fyrir þetta urðu mjög miklar deilur í þinginu
við afgreiðslu málsins. Hið sænskumælandi þinglið krafð-
ist þess, að (ill börn væru skylduð til að nema tvö ókunn
tungumál: ensku frá og með 3. skólaári og hitt innlenda
málið frá og með 5. skólaári. Kröfur um að sænsku-
nám bæri að auka voru jafnvel uppi rneðal finnskumælandi
manna. Kröfur hinna sænskumælandi var bersýnilega ekki
hægt að uppíylla, þar sem ógerlegt hafði reynzt í áratugi
að fá hæfa kennara í tveim málum til skólanna í sveitum
landsins. Þetta ástand hafði leitt til þess, að miklum fjölda
smærri skóla varð að loka og flytja kennsluna í stærri
skóla. Þar að auki var það skoðun ríkisstjórnarinnar og
meirihluta kennaranna, að óráðlegt væri frá uppeldislegu
sjónarmiði að kenna öllum börnum tvö ókunn tungumál.