Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 68
274
MENNTAMÁL
skrá, hver í sinni grein, en fámennur hópur kennara ásamt
skólastjóra vann að drögum að almennum ákvæðum reglu-
gerðarinnar.
Við undirbúning námsskrárinnar, sem að sjálfsögðu
ákvarðar einn veigamesta þátt í starfsemi skóla, voru fimm
meginatriði höfð sérstaklega fyrir sjónum. Voru þau sett
fram á minnisblaði, er kennurum var fengið í hendur.
I. Markmið námsgreinarinnar og gildi hennar.
II. a) Hvert skal námsefnið vera alls?
b) Hver skal vikustundafjöldinn vera alls?
c) í hvaða röð og á hvaða tíma skal náminu lokið?
III. a) Hvaða aðferðum skal beitt við kennsluna?
b) l lverra kennslutækja, m. a. hvaða bóka og liverrar
sérhæfðrar nýtingar á húsnæði krefst kennslan?
IV. Hvernig skal liáttað eftirliti með námi og náms-
árangri, m. a. með það í huga, að slíkt eftirlit komi
að fullum notum í hverri grein án þess að það
trufli kennsluna, m. a. í öðrum greinum.
V. Sérstakar athugasemdir m. a. með hliðsjón af kjör-
frelsi, fjölgun eða fækkun námsgreina, skiptingu í
deildir og á kennslustundir.
hegar gildandi löggjöf um Kennaraskólann var undir-
búin var heildarfjöldi fastra kennslustunda í fyrsta, öðrum
og jrriðja bekk 40 á viku en 38 í fjórða bekk. Alls voru
því vikukennslustundir 158 á námstímanum öllum, jj. e.
39,5 að meðaltali á viku.
Nú stefndi nýja löggjöfin til hvors tveggja, fjölgunar á
námsgreinum og kjörfrelsis. Heimildarákvæði er til fjölg-
unar eða fækkunar á kennslustundum, en tíminn setur
hér takmörkin.
Hinn mikli kennslustundafjöldi — 158 vikustundir —
kom fram af þeim sökum, að leitazt hafði verið við að
halda til jafns við aðrar nálægar þjóðir um kennaramennt-
un í hliðstæðum greinum og kenna þó tungumál, sem